Þau kostuðu okkur ellefu þúsund milljarða

Þrír þingmenn sjálfstæðisflokksins hafa lagt fram tillögu til þingsályktunar um málshöfðun og skaðabótakröfu á hendur breska ríkinu, NATÓ og ESB vegna hryðjuverkalaganna sem sett voru á Ísland haustið 2008. Þremenningarnir gera kröfu um skaðabætur upp á 11.000 milljarða (ellefu þúsund milljarðar) sem þeir segja Ísland hafa skaðast á af þessum sökum efnahagslega, vegna laskaðrar ímyndar og þverrandi virðingar þjóðarinnar á erlendum vettvangi.

Þetta er merkilegt mál. Ekki síst vegna þess að þessir þrír sjálfstæðismenn (munum að einn þeirra þriggja var ráðherra í ríkisstjórninni sem leiddi okkur inn í hrunið) hafa nú lagt mat á tjónið sem aðgerðir þeirra og aðgerðarleysi kallaði fram í viðbrögðum annarra þjóða gegn Íslandi. Ellefu þúsund milljarðar, segja þau þrjú. Það er talan sem þau segja tilraunina sem átti að gera Ísland að ríkasta land í heimi, kostaði okkur á endanum. Upphæðin lætur nærri að vera tuttuguföld ársútgjöld ríkisins eða sjöföld þjóðarframleiðsla. Þetta eru um 34 milljónir á hvern einasta íslending.

Framsóknarflokkurinn er nauðsynlegur

Framsóknarflokkurinn hefur átt pólitíska sviðið þetta haustið að mínu mati. Það hefur verið mikill sómi af framgöngu formanns flokksins hefur fengið verðskuldaða athygli fyrir framlag sitt til þjóðmálanna svo eftir hefur verið tekið. Allt á íslensku að sjálfsögðu.

Þingflokksformaðurinn hefur ekki verið langt undan og lagt sitt af mörkum til að hefja framsóknarflokkinn til þeirrar virðingar sem hann á skilið. Þingflokkur framsóknar lagði svo í  heilu lagi sitt lóð á vogaskálar framsóknarmennskunnar með því að taka hraustlega á tveim þingkonum sem reyndu að leiða flokkinn inn á áður óþekktar brautir og lauk flokkurinn þeirri aðgerð sinni í dag með því að vísa annarri þeirra úr ábyrgðastöðu fyrir flokkinn.

Sjálfstæðisflokkurinn ræðst gegn Háskóla Íslands

Fulltrúi sjálfstæðisflokksins í fjárlaganefnd lagði línurnar fyrir flokksmenn sína vegna aðkomu þingsins að Háskóla Íslands í fréttum í gær. Þar er því nánast heitið að flokkurinn muni ekki standa við gefin loforð um framlag ríkisins í sjóð sem settur var á fót í tilefni af 100 ára afmæli Háskóla Íslands. Á sérstökum þingfundi sem haldin var 17. júní sl. var tillaga um stofnun prófessorsstöðu til heiðurs Jóni Sigurðssyni samþykkt m.a. af þingmönnum sjálfstæðisflokksins og þá lá einnig fyrir samkomulag um framlag í háskólasjóðinn sem sjáflstæðismenn hafa nú snúist gegn. Sjálfstæðismönnum mátti vera það ljóst að ætlunin var ekki að hafa þann sjóð tóman né févana enda höfðu talsmenn allra flokka, þ.á m. sjálfstæðisflokksins þá þegar lýst yfir stuðningi sínum við ákveðið upphafsframlag í sjóðinn.

Góðar fréttir

Í gærkvöldi birtist skrýtin frétt á Stöð 2. Þar var sagt frá því að efnahagsáætlun stjórnvalda hefði seinkað um eitt ár frá upphaflegum markmiðum sem sett voru í upphafi kjörtímabils vegna verri afkomu í ríkisfjármálum.

Skoðum þetta aðeins betur.

Hvað gerum við í heimilisrekstrinum þegar léttir á og efnahagurinn batnar? Jú, við slökum aðeins á, drögum ekki jafn mikið úr útgjöldum og við reiknuðum með að þurfa að gera og drögum úr auka- eða yfirvinnu til að afla viðbótartekna. Við slökum aðeins á klónni og leyfum okkur meira vegna þess að það hafði gengið betur hjá okkur en við bjuggumst við.

Maðurinn með pennann

Aðstoðarmenn ráðherra gegna mikilvægu starfi. Þeir sjá um að undirbúa störf ráðherra dag hvern, að þeir hafi þau gögn við hendina sem þarf hverju sinni, vinna að undirbúningi mála fyrir hönd ráðherrans, undirbúa fundi og sitja fundi um öll helstu mál sem ráðherrann er að fást við og eru helstu tengiliðir ráðherrans við aðila innan sem utan stjórnarráðsins og stjórnsýslunnar. Aðstoðarmaðurinn skrifar oft mikilvægar ráður fyrir ráðherra sinn eða ráðleggur honum í þeim efnum ásamt því að halda honum uppýstum um þau mál sem efst eru á baugi hverju sinni. Áður en ráðherrann skrifar er undir mikilvæg gögn er aðstoðarmaðurinn búinn að lúslesa plögginn og tryggja að allt sé eins og það á að vera. Það er síðan aðstoðarmaðurinn sem á endanum réttir ráðherranum pennann til að skrifa undir.

Á hvaða leið er ríkisstjórnin?

Það er nauðsynlegt að staðsetja sig af og til í lífinu. Reyna að komast að því hvort maður er á réttri leið eða rangri ef þá yfir höfuð á leiðinni eitthvað. Þannig nær maður að stilla sig af og rétta stefnuna af ef þurfa þykir.

Að undanförnu hefur verið hart sótt að ríkisstjórn Vinstri grænna og Samfylkingar úr mörgum áttum. Því er rétt að staldra aðeins við, líta yfir sviðið og kanna hvort aðförin að stjórninni bendi til þess að hún sé á rangri braut eða réttri.

Á hvaða leið er ríkisstjórnin þegar forsetinn hefur í hótunum við ríkisstjórnina?

Á hvaða leið er ríkisstjórnin þegar biskupinn yfir Íslandi kemur sér undan því að vera við þingsetningu?

Á hvaða leið er ríkisstjórnin þegar forseti Hæstaréttar og handhafi forsetavalds og hæstaréttardómarar sniðganga þingsetningu?

Á hvaða leið er ríkisstjórnin þegar talsmenn lögreglunnar snúast gegn henni og finnst vont lögreglan hafi verið neydd til að verja þinghúsið, þingmenn og gesti þingsins fyrir ofbeldi?

Á hvaða leið er ríkisstjórnin þegar fyrrverandi dómsmálaráðherra telur það henni helst til foráttu að hún vilji breyta stjórnarskránni?

Fjárlagafrumvarp 2012. Bitlaus stjórnarandstaða

Nú er að ljúka fyrstu umræðu um fjárlagafrumvarp næsta árs. Þetta er án vafa þurrasta og flatasta umræða um fjárlög frá hruninu haustið 2008. Stjórnarandstaðan hefur hvergi fundið til fótanna í umræðunni, finna gagnrýni sinni ekki sannfærandi farveg og eru ósamstíga í öllum gerðum sínum.

Það er ekkert endilega mjög gott. Það er nauðsynlegt að fá sanngjarna og heiðarlega gagnrýni á frumvarp til fjárlaga hvers árs. Fjárlög eru stefnuyfirlýsing hverrar ríkisstjórnarn. Fjárlög fela það í sér hvernig stjórnvöld hyggjast ráðstafa fjármunum ríkisins á tilteknu tímabili sem hefur áhrif á alla landsmenn með einum eða öðrum hætti.

Víst er það svo að fjárlagafrumvarp næsta árs ber með sér að við erfiðleika er að glíma eins og á undanförnum árum. Frumvarpið er hinsvegar líka til vitnis um að stjórnvöld hafa náð tökum og það föstum tökum á efnahagsástandinu og sömuleiðis að með því er verið að sigla inn á lyngari sjó en við höfum verið að velkjast um í síðustu þrjú árin eða svo.

Ísland á batavegi

Undir lok mánaðarins verður haldin stór ráðstefna hér á landi um árangur íslenskra stjórnvalda í efnahagsmálum undir yfirskriftinni: Ísland á batavegi. Lærdómar og verkefni framundan. Ráðstefnan er haldin af íslenskum stjórnvöldum í samvinnu við Alþjóða gjaldeyrissjóðinn og til hennar er boðið mörgum af virtustu efnahagssérfræðingum heims. Í þeim hópi má nefna nóbelsverðlaunahafann Paul Krugman sem seint verður talin æstur aðdáandi AGS og alþjóðahagfræðingana Willem Buiter og Simon Johnson. Að auki mun svo sá þekkti prófessor Joseph Stiglitz verða með innlegg á fundinum auk innlendra sérfræðinga.

Þessi ráðstefna mun án vafa vekja mikla athygli um allan heim enda er umræðuefni áhugavert og Ísland mikið til umræðu vegna þess árangurs sem hér hefur náðst í efnahagsmálum.

Hagsmunasamtök heimilanna viðurkenna ofbeldi með "mjúkum hlutum"

Hagsmunasamtök heimilanna hafa viðurkennt ofbeldi sem baráttuaðferð samtakanna. Það gerði Andrea Ólafsdóttir talsmaður þeirra í útvarpsviðtali á laugardaginn. Aðspurð um að skoðun hennar á því að veist væri að þingmönnum og gestum þeirra með ofbeldi svaraði hún þess: „Ég er mjög ánægð ... Þetta eru mjúkir hlutir sem að þingmenn fengu í sig, sem betur fer ekkert hættulegt á ferðinni, þannig að ég er mjög ánægð hvernig þetta hefur farið fram, mjög ánægð.“

Hagsmunasamtök heimilanna líta því þannig á að það sé mjög ánægjuleg og vel heppnuð aðgerð að þeirra hálfu að kasta mjúkum hlutum í þingmenn, jafnvel þó einn og einn meiðist.

Nú þyrfti Andrea og félagar hennar hjá Hagsmunasamtökum heimilanna helst að gera lista fyrir umbjóðendur sína yfir „mjúka hluti“ sem má henda í þingmenn. Ekki væri verra að samtökin legðu línuna um hvar þingmenn mættu eiga von á „mjúkum hlutum“ í sig. Er það í búðinni, út á götu, í bíó, í skólum barna þeirra, á kaffihúsum, í leikhúsinu og fleiri stöðum. Við vitum að Hagsmunasamtökin telja réttlætanlegt að kasta í þingmenn í og við þinghúsið.

Herópið úr Valhöll

Líklega nýtur enginn þingmaður meira traust meðal starfsfélaga sinna úr öllum stjórnmálaflokkum á Alþingi en Árni Þór Sigurðsson, þó ekki sé hann óumdeildur frekar en aðrir. Það er mikið leitað til Árna Þórs í hinum ýmsu málum enda þykir hann þykir lipur í samskiptum, mannasættir og traustur á alla kanta. Fáir ef nokkrir njóta þess þverpólitíska trúnaðar sem Árni Þór nýtur.

Sagt var frá því í fréttum í dag að þingmönnum hafi almenn verið brugðið þegar Árni Þór féll í götuna eftir að hafa fengið egg í gagnaugað í mótmælunum við þinghúsið í dag. Ég efa ekki að mörgum hafi verið brugðið. Þó væntanlega ekki öllum.

Á myndinni hér að ofan má sjá glitta í Bjarna Benediktsson formann Sjálfstæðisflokksins að baki Árna Þór þegar hann fellur í götuna. Bjarni hlýtur að vera ánægður með árangurinn af herópinu sem hann sendi úr Valhöll í gærkvöldi.

Á hverju átti hann annars von?

Pages

Subscribe to Björn Valur Gíslason RSS