Hagsmunasamtök heimilanna viðurkenna ofbeldi með "mjúkum hlutum"

Hagsmunasamtök heimilanna hafa viðurkennt ofbeldi sem baráttuaðferð samtakanna. Það gerði Andrea Ólafsdóttir talsmaður þeirra í útvarpsviðtali á laugardaginn. Aðspurð um að skoðun hennar á því að veist væri að þingmönnum og gestum þeirra með ofbeldi svaraði hún þess: „Ég er mjög ánægð ... Þetta eru mjúkir hlutir sem að þingmenn fengu í sig, sem betur fer ekkert hættulegt á ferðinni, þannig að ég er mjög ánægð hvernig þetta hefur farið fram, mjög ánægð.“

Hagsmunasamtök heimilanna líta því þannig á að það sé mjög ánægjuleg og vel heppnuð aðgerð að þeirra hálfu að kasta mjúkum hlutum í þingmenn, jafnvel þó einn og einn meiðist.

Nú þyrfti Andrea og félagar hennar hjá Hagsmunasamtökum heimilanna helst að gera lista fyrir umbjóðendur sína yfir „mjúka hluti“ sem má henda í þingmenn. Ekki væri verra að samtökin legðu línuna um hvar þingmenn mættu eiga von á „mjúkum hlutum“ í sig. Er það í búðinni, út á götu, í bíó, í skólum barna þeirra, á kaffihúsum, í leikhúsinu og fleiri stöðum. Við vitum að Hagsmunasamtökin telja réttlætanlegt að kasta í þingmenn í og við þinghúsið.

Ummæli Andreu Ólafsdóttur má sjá undir lok útsendingarinnar hér (42:30).