Sjálfstæðisflokknum mun ekki takast að stöðva framkvæmdir

Við upphaf kjörtímabilsins var ákveðið að ráðist yrði í byggingu hjúkrunarheimila í níu sveitarfélögum á landinu, alls 361 rými. Um þessar framkvæmdir er getið í samstarfsyfirlýsingu stjórnarflokkanna (bls. 7) en áætlunin byggir á framkvæmdaáætlun fyrri stjórnvalda sem ekki hafði komist til framkvæmda. Næstu áfangar voru svo ákveðnir í vikunni sem er að líða og hafa fengið nokkra athygli einhverra hluta vegna.Framkvæmdirnar verða fjármagnaðar með sk. leiguleið, þ.e. að íbúðalánsjóður lánaði sveitarfélögunum þeirra hlut í kostnaðinum sem þau fengu síðan endurgreiddan frá framkvæmdasjóði aldraðra. Það er hlutverk framkvæmdasjóðsins að stuðla að uppbyggingu og eflingu öldrunarþjónustu um allt land og skal fé úr honum varið til bygginga stofnanna og þjónustumiðstöðva aldraðra.

Á þriggja ára tímabili er áætlað að verja um 9 milljörðum króna til bygginga nýrra hjúkrunarheimila fyrir aldraða íslendinga.

Óhreint mjöl ...

Kristján Þór Júlíusson þingmaður sjálfstæðisflokksins tók sér í munn orðatiltækið „að hafa óhreint mjöl í pokahorninu“ í fréttum Sjónvarpsins í kvöld.

Ætli hann hafi verið að meina þetta hér?

Hvar voruð þið öll?

Í síðustu viku skilaði fjárlagnefnd Alþingis frá sér ítarlegu áliti á skýrslu Ríkisendurskoðunar um ársreikning ársins 2009 og eftirliti og meðferð opinbera fjármuna á undanförnum árum og áratugum. Fjárlaganefnd er sammála í niðurstöðu sinni um að meðferð sameiginlegra sjóða landsmanna hefur verið ámælisverð árum saman, líkt og Ríkisendurskoðun hefur réttilega bent á á mörgum undanförnum árum. Þetta er í fyrsta sinn sem fjárlaganefnd afgreiðir skýrslur Ríkisendurskoðunar með þessum hætti en hingað til hafa þær endað lítt skoðaðar upp í hillum. Fjárlaganefnd hefur sömuleiðis tekið upp það áður óþekkta vinnulag að afgreiða með formlegum hætti allar skýrslur Ríkisendurskoðunar til þingsins til áframhaldandi meðferðar. Þetta hefðu fjárlaganefndir síðustu ára og áratuga auðvitað átt að gera og sinna þannig lögbundnu hlutverki sínu en það þýðir ekki að fást um það í dag. Skýrslur Ríkisendurskoðunar um einstök málefni haft því öðlast nýtt gildi og áhrifa hinna nýju vinnubragða fjárlaganefndar eru þegar farið að gæta eins og dæmin sanna.

Bankarnir sinna ekki landsbyggðinni

Í blaðinu „Akureyri – vikublað“ sem kom út í dag eru tvö athyglisverð viðtöl við einstaklinga í atvinnurekstri. Annað þeirra er við framkvæmdastjóra Norðlenska og hitt við Agnesi Arnardóttur eiganda verslunarinnar Úti og inni sem selur gólfefni og byggingarvörur.

Í viðtalinu segir framkvæmdastjóri Norðlenskra frá því að erfilega gangi að ráða íslendinga til starfa hjá fyrirtækinu þrátt fyrir atvinnuleysið og segir að illa væri fyrir okkur komið ef ekki fengust útlendingar til starfa. Hann er sömuleiðis gagnrýnin á fjölmiðla um málefni bænda og í umfjöllun um aðildarumsóknin Íslands að ESB sem hann telur litlar líkur á að verði samþykkt. Norðlenska tapaði fjármunum í hruninu eins og aðrir og hefur áður gengið í gegnum fjárhagslega erfiðleika eins og gengur. Framkvæmdastjóri Norðlenska segir fyrirtækið hinsvegar nú standa vel, sé komið út úr kreppunni og það standi traustum fótum.

Tvær ólíkar fréttir af sama máli

Í fréttum í gær var sagt frá því að ákveðið hafi verið að ráðast í framkvæmdir við endurnýjun hjúkrunarrýma víða um land. Fréttin hljómaði svona:

Framundan eru níu milljarða króna framkvæmdir við byggingu og endurnýjun 300 hjúkrunarrýma í tíu sveitarfélögum í landinu. Ætlunin er að skipta út fjölbýli á eldri heimilum og koma í staðinn upp fyrsta flokks aðstöðu fyrir heimilismenn og starfsfólk, segir Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra. Um er að ræða byggingu nýrra heimila í Reykjanesbæ og á Ísafirði en áður lá fyrir ákvörðun um framkvæmdir í Hafnarfirði, Kópavogi, Seltjarnarnesi, Fljótsdalshéraði, Akureyri, Borgarbyggð og Mosfellsbæ.

„Þetta verða miklar úrbætur,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra sagði að framkvæmdirnar kæmu sér vel fyrir atvinnulíf á hverjum stað á þessum tíma. Íbúðalánasjóður mun lána til framkvæmdanna en Framkvæmdasjóður aldraða mun síðan greiða af lánunum af sínum tekjustofni en landsmenn greiða sjóðinum nefskatt á ári hverju.

Gestaboð prófessors

Ætla mætti ef háskólaprófessor í grein innan félagsvísindanna stæði til boða að velja sögufrægar persónur sér við hlið í matarboði allra matarboða, mynda hann nýta tækifærið vel. Einhver slíkur myndi örugglega láta sér detta í hug að Aristóteles, einn mesti hugsuður í vestrænni heimspeki væri áhugverður sessunautur í þannig matarboði. Jafnvel að halda mætti uppi vitrænum samræðum við sjálfan Platon á milli rétta. Metnaðarfullir prófessorar í nútímanum myndi gætu sömuleiðis talið sig geta haft eitthvað upp úr samræðum við Sókrates, þann forngríska heimspeking eða jafnvel sjálfan Jesús sem örugglega hefði eitthvað til málanna að leggja. Auk þess sem sá síðastnefndi hefur orð á sér fyrir að ná að gera stóra máltíð úr litlu hráefni, svo mjög reyndar að það hefur komist næst því að geta talist ókeypis hádegisverður.

En prófessorar í Háskóla Íslands eru engir meðaljónar ef marka má gestalista þessa prófessor hér. Sá er ekki í nokkrum vafa á því hverjir það eru sem hann vildi fá í sitt matarboð mætti hann velja úr stórum hópi sögufrægra persóna mannskynssögunnar.

Skondin frétt að sunnan

RÚV hefur í gegnum tíðina birt margar skemmtilegar og skrýtnar fréttir af landsbyggðinni. Þeim er yfirleitt skotið inn undir lok fréttatíma, svona eins og til að létta mönnum lund eftir allan bölmóðin sem má undan kom. Ég hef alltaf skemmt mér yfir þessum fréttum enda fylgja þeim yfirleitt skondnar athugasemdir og fallegt bros þular sem gefur til kynna að þrátt fyrir allt og allt þá sé lífið ekki eins djöfullegt og ætla mætti. Dæmi um svona fréttir eru um tvíhöfða lamb, fugl sem gerði sér hreiður undir vélarhlíf bíls, ung hjón sem ákveða að hefja búsakap á afskekktum stað, trillukarl sem lætur sig kvótakerfið litlu varða, skóli með fimm nemendum o.s.frv.

Í gær bar það hinsvegar þannig við að skrýtna og skondna fréttin kom ekki af landsbyggðinni heldur frá Reykjavík, sem er mjög sjaldgæft. Hún var um að Velferðarnefnd sjálfstæðisflokksins hefði haldið fund um velferðarmál.

Velferðarnefnd sjálfstæðisflokksins!

Hverjum hefði dottið það í hug?

Bergmál úr fortíðinni

Silvio Berlusconi forsætisráðherra Ítalíu segir að ákvörðun Standard & Poor´s um að lækka lánshæfismat Ítalíu endurspegli ekki raunveruleikann. Hann segir að ríkisstjórn sín sé með tök á málinu og aðgerðir í undirbúningi. Hann segir að öfundsjúkir útlendingar séu vondir við Ítalíu.

Það er margt sem Berlusconi ræfillinn á sameiginlegt með þeim sem stjórnuðu Íslandi árið 2008.

Hróp hans eru líkt og bergmál úr okkar eigin fortíð.

Ótrúlegur málflutningur Þórs Saari

Þór Saari skrifar ótrúlegan pistil á vef Eyjunnar um nýsamþykkt sveitarstjórnarlög í dag. Þar heldur hann því fram að sú lagasetning sé beinlínis ónýt, hafi verið eyðilögð í meðförðum samgöngunefndar enda sitji þar válegur hópur fólks sem sé á móti lýðræðinu. Hann segir málið vera hroðvirknislega unnið á of skömmum tíma og séu þau vinnubrögð til vitnis um að Alþingi sé ónýtt í heild sinni. Þór segir ný lög viðhalda fámennis- og klíkustjórnmálum sem hafa viðgengist á sveitarstjórnarstiginu en um leið opinberar hann þann draum sinn að KR-ingar og kylfingar geti átt rödd í sveitarstjórnum, væntanlega þá til að viðhalda hagsmunagæslu og klíkuskap – eða hvað? Þór Saari lætur ekki þar við sitja heldur fer hann með fullkomin ósannindi um þær breytingar sem gerðar voru á 108.gr. frumvarpsins sem fjallar um íbúakosningar og um aðdraganda þeirra.

Stóra ræfilsmálið og fleiri þingmál

Sárasaklaus ummæli mín um forsetaræfilinn vöktu athygli langt umfram það sem verðskuldað má telja. Mér hafa borist allmargir tölvupóstar frá fólki víðsvegar af landinu vegna þessa. Sumir eru frekar óánægðir með ummælin á meðan öðrum finnst heldur mikið úr þeim gert eftir að hafa hlustað á þau. Það hefur vakið athygli mína í því sambandi að landsbyggðarfólk, sérstaklega að norðan, undrast það skamma fjaðrafok sem málið fékk enda þekkt tungutak norðanmanna. Mér er hinsvegar ljúft að viðurkenna að orðið "forsetaræfill" átti ég ekki að nota úr ræðustól þingsins. Þetta hrökk út úr mér, meiningarlaust sem slíkt og ekki ætlað til að niðurlægja neinn eða meiða. Þetta er hluti af tungutaki sem ég held að okkur sé flestum tamt að nota um eitt og annað án mikillar merkingar. Nefni sem dæmi,"strákræfillinn", "ræfilstuskan", "ræfilsgrey", "karlgreyið", "flottræfilsháttur" eða annað í þá áttina sem ég er viss um að flestir kannist við.

Pages

Subscribe to Björn Valur Gíslason RSS