Hárrétt hjá Jóhönnu

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra skrifar góða grein í Fréttablaðið í dag. Þar fer hún yfir þann augljósa árangur sem náðst hefur í efnahagsmálum á Íslandi frá hruni sem er forsenda þeirrar lífskjarasóknar sem hafin er. Í greininni ber forsætisráðherra stöðu Íslands saman við það sem er í öðrum löndum sem undirstrikar betur en flest annað að Íslandi er á á réttri leið og lengra á veg komið en flest önnur samanburðarlönd okkar.

Um þetta segir m.a. í nýrri þjóðhagsspá Hagstofunnar (bls.6): „Hagvaxtarhorfur í helstu viðskiptalöndum Íslands hafa versnað að undanförnu. Í spánni er gert ráð fyrir að hagvöxtur í helstu viðskiptalöndum Íslands verði nokkuð minni næstu ár en gert er ráð fyrir í septemberspá Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Hagvöxtur miðað við helstu viðskiptalönd Íslands er í spánni 1,9% árið 2011, 1,5% árið 2012 og 2,1% árið 2013.“

Hagstofan spáir hinsvegar 2,4% hagvexti hér á landi á næsta ári og á móti 2,6% á árinu 2011 sem er umtalsvert meira en í öðrum löndum.

Beijing Zhongkun Investment Group

Ákvörðun innanríkisráðherra að hafna því að veita kínverska fyrirækinu Beijing Zhongkun Investment Groupað undanþágu frá lögum til að kaupa 0,3% af landinu undir hótel er umdeild eins og gefur að skilja. Líklega hafa þó allir ráðherrar úr hvaða flokki sem er komist að sömu niðurstöðu. Slíkar ákvarðanir eru ekki byggðar á persónulegu mati þess einstaklings sem situr í ráðuneytinu hverju sinni, heldur á því lagaverki sem gildir í landinu eins og vera ber.

Hinsvegar snýr þetta mál eingöngu að sölu á landi til erlendra aðila. Og það engum smá skika. Eftir stendur hvort Nubo og hans félagar séu tilbúnir að fjárfesta í íslenskum ferðamannaiðnaði, reisa til þess hótel og golfvelli eða með öðrum hætti sem þeim þykir best að gera. Til þess þurfa þeir aðilar ekki að eignast land sem fjárfestingar þeirra standa á frekar en aðrir.

Sammála um grunvallaratriði

Efnahagshrunið hefur kennt okkur ýmislegt. Eitt það mikilvægasta er að yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar virðist sammála um nokkur grunvallaratriði samfélagsins. Þannig virðast flestir skynja betur en áður mikilvægi opinberrar grunnþjónustu í almannaeigu. Flestir vilja standa vörð um velferðarkerfi sem stendur öllum opið óðháð efnahag. Fáir tala lengur um einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu. Öll virðumst við vilja tryggja jafnt aðgengi allra til náms og æa fleiri skilja mikilvægi þess að dreifa byrðum erfiðleikanna í samræmi við getu landsmanna til að standa undir henni.

Við virðumst þá eftir allt vera saman sammála um hvernig samfélag við viljum byggja  og búa í. Það er ekki svo lítið þegar vel er að gáð.

En verum þess minnug að allt getur þetta breyst á undraverðum hraða eins og sagan segir okkur.

Those were the days ...

Samkvæmt svari fjármálaráðherra við fyrirspurn minni hefur það verið venjan í gegnum árin að gauka aukalega nokkrum hundruð þúsundum til formanna og varaformanna fjárlaganefndar fyrir eitt og annað. Þetta hafa þeir fengið fyrir vinnu sína við fjárlagagerð sem ég hélt reyndar að væri hlutverk þeirra sem sætu í fjárlaganefnd og þá sérstaklega á herðum formanns og varaformanns. En það dugði þessum kóngum greinilega ekki. Þeir virðast hafa litið svo á hlutverk sitt að það bæri að greiða þeim sérstaklega umfram aðra þingmenn, líklega vegna mikilvægis síns og umframhæfileika á sviði ríkisfjármála. Einhverri þessara þingmanna nutu síðan enn frekari greiðslna héðan og það úr opinbera kerfinu eins og kunnugt er.

En svona var þetta á þessum tímum.

Þar sem hægt var að mjólka, þar var blóðmjólkað.

Svo hljóðnaði glaumurinn - um sinn.

Veik staða Bjarna - stefnulaus og þverklofinn flokkur

Þeir sem héldu að einhverra tíðinda yrði að vænta frá landsfundi sjálfstæðisflokksins hljóta að hafa orðið fyrir miklum vonbrigðum. Stóru tíðindin eru þau að núverandi formaður rétt stóð af sér mótframboð og stendur veikari eftir en nokkru sinni. Í raun má segja að Bjarni Benediktsson hafi verið settur á bið á meðan leitin af nýjum formanni stendur yfir. Það eitt að hann skuli rétt slefa yfir 50% atkvæða á móti borgarfulltrúa sem situr í minnihluta eftir eina verstu útreið sem flokkurinn hefur fengið í borginni, segir meira en flest annað um veika stöðu hans og vandræðaganginn í flokknum.

Landsfundargestir tóku síðan tillögu að framtíðarstefnu flokksins til bæna, hentu úr henni því sem markverðast þótti og samþykktu síðan skjalið og segja það vísa til nýrrar framtíðar flokksins.

Eina markverða atkvæðagreiðslan sem fram fór um stefnumál flokksins, þ.e. um afstöðu flokksins til ESB var endurtekin þar til hún var forystunni þóknanleg. Eftir þær æfingar allar veit nú hinsvegar ekki nokkur sála hver raunveruleg stefna flokksins er í þeim málum.

Ríka fólkið flytur úr landi

Samtök atvinnulífsins eru með böggum Hildar yfir því að umbjóðendum þeirra verði með nýjum lögum (bls. 3) hugsanlega gert skilt að greiða sérstakann skatt af auði sínum, sk. auðlegðarskatt. Í stuttu máli snýst þetta um að af hreinni skuldlausri eign einstaklings á bilinu 75 – 150 milljónir króna og af hreinni eign á bilinu 100 -200 milljónum hjá hjónum skuli greiddur sérstakur auðlegðarskattur upp á 1,5% (eitt og hálft prósent). Af hreinni skuldlausri eign einstaklings umfram 150 milljónir og hjóna umfram 200 milljónir sé greiddur sérstakur 2% skattur.

Aldeilis kraftur í honum Bjarna.

„Hann talaði mjög skýrt og hann talaði af miklum krafti“ sagði fréttamaður RÚV í kvöld og  „ (En)  hann svo að segja afreiddi ríkisstjórnina …“ bætti fréttamaðurinn svo við fullur eldmóðs rétt eins og þá væri málið bara dautt, ríkisstjórnin farin frá og víkingasveit haldsins mætt aftur grá fyrir járnum í stjórnarráðið.

En svo er nú aldeilis ekki og reyndar miklu líklegra en hitt að pólitískir dagar hins kraftmikla formanns séu senn taldir frekar en að hann komist til frekari áhrifa.

En um hvað snérist ræða Bjarna Benediktssonar? Í grófum dráttum um að ríkisstjórninni þyrfti að koma frá og sjálfstæðisflokknum væri lífsnauðsynlegt að komast sem fyrst til valda. Svo sem ekki við öðru að búast.

En hann vék líka að fleirum áhugaverðum þáttum sem lýsa vel þankaganginum í flokknum.

Spörkum í þau!

Örvænting sjálfstæðismanna yfir því að vera utan stjórnarráðins er að ná áður óþekktum hæðum og birtist okkur í ýmsum myndum þessa dagana. Þetta er að verða æ meira áberandi í framgöngu þeirra á Alþingi og þá ekki síður í þeirra hraðasta baklandi úti í samfélaginu.

Andrés Magnússon blaðamaður og hefur komið lagt fram pólitíska aðferð sem er lýsandi fyrir stöðu þeirra sem geta ekki sætt sig við að hafa orðið undir í rökræðunni. Í stað pólitískrar rökræðu leggur þessi dyggi og ákafi hægrimaður til að þar sem rökræðan sé töpuð, þá sé rétt að tekin verði upp ný bardagaaðferð. „Spörkum í þá“ segir hægri blaðamaðurinn.

Nú er ástandið á hægrivængnum greinilega orðið þannig að við hljótum öll að vera þakklát fyrir að baklandið ber ekki vopn.

En hvað veit maður svo sem um það?

Veistu ef þú vin átt

Hvað sem mönnum kann að finnast um Berlusconi, þann arma Ítalska þrjót, þá sagði hann sig þó frá embætti þegar ljóst var að Ítalía var komin í verulegan vanda. Það er meira en hægt er að segja um einlægan aðdáanda hans og persónulegan vin norður á Íslandi.

Sá náungi streitist á móti fram í rauðan dauðann þrátt fyrir að efnahagskerfi það sem hann sjálfur skóp, væri hrunið til grunna. Hann boraði sig fastan í embætti sem aldrei fyrr og á endanum þurfti Alþingi að grípa í taumanna og setja sérstök lög í landinu til að losa þjóðina undan honum. Þessi íslenski Berlusconi sté hinsvegar upp frá pólitískum dauða sínum og stýrir nú einu stærsta dagblaði landsins í umboði eigenda þess, á þreföldum launum þess forsætisráðherra sem er að þrífa eftir hann ósómann og með það eitt að markmiði að koma flokknum sínum aftur til valda.

Veistu ef þú vin átt,

þann er þú vel trúir,

og vilt þú af honum gott geta,

Ritþjófur skrifar bók

Hannes Hólmsteinn Gissurarson var að gefa út bók um íslenska komúnista og fékk af því tilefni ítarlegt og drottningarviðtal í Kastljósi RÚV. Þar lýsti doktor Hannes því hvað kvatti hann til að skrifa bók um það aumingja fólk sem ánetjaðist kommúnisma og hann kvaðst hafa svo mikla samúð með. Aðspurður hvort hann væri nú besti maðurinn til að skrifa slíka bók vegna andúðar sinnar á pólitískum andstæðingum, mátti á honum skilja að enginn íslendingur væri til þess verks færari.

Nú er það svo að doktor Hannes Hólmsteinn Gissurarson er dæmdur ritþjófur og hefði því mátt ætla að hann yrði spurður út í trúverðugleika sinn í sem rithöfundar í því ljósi, en honum var hlíft við því eins og öðru.

Pages

Subscribe to Björn Valur Gíslason RSS