Maðurinn með pennann

Aðstoðarmenn ráðherra gegna mikilvægu starfi. Þeir sjá um að undirbúa störf ráðherra dag hvern, að þeir hafi þau gögn við hendina sem þarf hverju sinni, vinna að undirbúningi mála fyrir hönd ráðherrans, undirbúa fundi og sitja fundi um öll helstu mál sem ráðherrann er að fást við og eru helstu tengiliðir ráðherrans við aðila innan sem utan stjórnarráðsins og stjórnsýslunnar. Aðstoðarmaðurinn skrifar oft mikilvægar ráður fyrir ráðherra sinn eða ráðleggur honum í þeim efnum ásamt því að halda honum uppýstum um þau mál sem efst eru á baugi hverju sinni. Áður en ráðherrann skrifar er undir mikilvæg gögn er aðstoðarmaðurinn búinn að lúslesa plögginn og tryggja að allt sé eins og það á að vera. Það er síðan aðstoðarmaðurinn sem á endanum réttir ráðherranum pennann til að skrifa undir.

Þetta er það sem Páll Magnússon aðstoðarmaður Valgerðar Sverrisdóttur gerði áður en hún skrifaði undir „söluna“ á Landsbanka Íslands á sínum tíma. Hann fylgdi henni skref fyrir skref í gegnum málið - allt til enda. Vann starf sitt af trúmennsku við ráðherra sinn eins og aðstoðarmenn eiga að gera.

Og svo gerist þetta.

Þvílíkt rugl.