Hvaðan koma þingmennirnir?

Á meðan beðið er eftir nýrri ríkisstjórn er gaman að grufla aðeins út í úrslit kosninga og samsetningu nýja þingsins. Hvaðan koma þingmennirnir og hvar búa þeir?
Samkvæmt vef Alþingis er þetta nokkurn veginn svona:
Af 21 þingmanni sjálfstæðisflokksins eru 14 af höfuðborgarsvæðinu á móti 7 af landsbyggðunum.
Af 10 þingmönnum Vinstri grænna koma 8 af höfuðborgarsvæðinu á móti tveimur sem búa á landsbyggðunum.
Af 10 þingmönnum Pírata koma 8 af höfuðborgarsvæðinu og tveir af landsbyggðunum.
Af 8 þingmönnum framsóknarflokksins koma 3 af höfuðborgarsvæðinu og 5 af landsbyggðunum.
Allir þingmenn Viðreisnar koma af höfuðborgarsvæðinu.
Allir þingmenn Bjartrar framtíðar eru af höfuðborgarsvæðinu.

Fáir valkostir í stöðunni

Það eru ekki margir valkostir á myndun meirihlutastjórnar. Í grófum dráttum verður það annaðhvort ríkisstjórn fimm flokka án sjálfstæðisflokksins – eða stjórn með sjálfstæðisflokki. Þannig urðu einfaldlega úrslit kosninganna.
Ríkisstjórn fimm flokka sem felur í sér málamiðlanir þeirra á milli um svo til öll mál stór og smá. Ríkisstjórn með sjálfstæðisflokki býður upp á allt frá ískaldri hægristefnu yfir til blöndu frá báðum pólum, allt eftir því hvernig hún yrði saman sett.
Það er engin vinstristjórn í spilunum.
En það er talsverð hætta á grjótharðri hægristjórn með skelfilegum afleiðingum.

Hnútar

Sjómenn þekkja vel gildi góðra hnúta. Það á svo sem við um fleiri stéttir. Það er aðallega tvennt sem þarf að hafa í huga varðandi hnúta. Í fyrsta lagi að þeir haldi því sem þeir eiga að gera, renni hvorki til við átök né að álagspunktarnir veiki þá. Í öðru lagi og ekki síður mikilvægt er að auðvelt sé að losa þá þegar á þarf að halda í stað þess að skera verði á þá.
Þetta þurfa þeir sem hnýta hnúta að hafa í huga umfram annað.

Traust

Pólitískt samstarf snýst í grunninn um þrennt:
1. Fjölda þingmanna til að þoka málum áfram
2. Málefnalega samstöðu
3. Traust

Mikilvægast af þessu er traustið.

Undir yfirborðið

Magnús Halldórsson, ritstjóri Kjarnans, skrifar ágæta grein um efnahagsmál á vef Kjarnans í dag. Í greininni vísar hann til Peningamála Seðlabankans þar sem lýst er góðum gangi í efnahagslífinu þar sem hagsvöxtur er góður og vöxtur þjóðarútgjalda meiri en verið hefur í áratug. En Magnús er enginn kjáni. Hann bendir réttilega á að í miðri uppsveiflunni berist neyðaróp úr samfélaginu vegna skorts á peningum til rekstrar á grunnþáttunum. Það muni hafa alvarlegar afleiðingar í för með sér ef ekki verður brugðist við. Magnús bendir einnig á að það verði að kafa undir yfirborðið til að átta sig á því hvað raunverulega er að gerast í efnahagsmálum landsins.
Skoðum aðeins stöðu ríkissjóðs.

Mokveiði

 Lengi hefur verið deilt um vigtun á fiski eins og sjá má í þessu þingskjali frá árinu 1930. Og enn eru sett lög og reglugerðir um vigtun og verða sjálfsagt þannig til framtíðar. Eitt mál síldar var 150 lítrar. Í það mál var talið að kæmust 135-140 kg af nýrri eða nýlegri síld en eitthvað meira af gamalli, kannski 150 kg plús.

Óásættanlegt ástand í grunnskólunum

Staðan í grunnskólum landsins er grafalvarleg og ber að taka sem slíka. Hún er komin til vegna langvarandi fjárskorts sem hefur komið jafnt niður á kjörum kennara og skólastarfinu í heild sinni. Á endanum eru það svo nemendur, börn á grunnskólaaldri sem verða verst fyrir barðinu á þessu slæma ástandi. Þau fá hvorki það nám né þá þjónustu sem þeim ber  í fjárvana skólastarfi þaðan sem kennarar flýja slæm kjör. Það skilar sér svo  inn í framtíðina í vannýttum tækifærum ungs fólks og lakari lífsgæðum fyrir okkur öll.
Þetta er óviðunandi ástand sem þarf að bregðast við. Íslenska ríkið og sveitarfélögin í landinu sem reka grunnskólana fyrir hönd ríkisins verða nú þegar að finna lausn á slæmri stöðu skólanna.
Þetta er óásættanlegt ástand.

DAC stefnan í umhverfis- og náttúruverndarmálum

Stærstu verkefni samtímans snúa að umhverfismálum og náttúruvernd. Hvað stefnu hafa DAC- flokkarnir í þessum málaflokkum?
Sjálfstæðisflokkurinn vill móta stefnu í umhverfismálum sem virki ábyrgð einstaklingsins og leggur áherslu á að nýting náttúruauðlinda Íslands sé best tryggð í höndum einkaaðila. Flokkurinn vill virða eignar- og nýtingarréttinn á náttúru landsins og leggst gegn þjóðnýtingu í almannaþágu á auðlindum, gangi það gegn réttindum einstaklinga. Sjálfstæðisflokkurinn vill náttúruvernd á forsendum einkaframtaksins og vill heimila einkaaðilum gjaldtöku að náttúru landsins en leggst gegn gistináttagjaldi og sambærilegum heildstæðum leiðum við gjaldtöku.

DAC stefnan í heilbrigðismálum

Þrátt fyrir að stefna Bjartrar framtíðar í heilbrigðismálum sé almennt með félagslegri áherslum en stefna Viðreisnar og sjálfstæðisflokks falla megináherslur flokkanna vel saman.
Sjálfstæðisflokkurinn vill festa greiðsluþátttöku almennings í heilbrigðiskerfinu enn frekar í sessi en dreifa henni með öðrum hætti en hingað til. Flokkurinn leggur eftir sem áður áherslu á fjölbreytt rekstrarform (einkavæðingu) og að auka samkeppnishæfni í velferðar- og heilbrigðisþjónustu og bjóða út starfsemi heilsugæslustöðvanna. Sjálfstæðisflokkurinn er opinn fyrir einkafjármögnun á byggingu nýs Landspítala.

DAC stefnan í menntamálum

Nú er ekki víst að sjálfstæðisflokkur, Viðreisn og Björt framtíð (DAC- flokkarnir) nái saman um myndun ríkisstjórnar. Þeir virðast þó nokkuð sammála um áherslur í mörgum stórum málum. Skoðum t.d. menntamálin til að byrja með. Hverjar yrðu áherslur ríkisstjórnar sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar í menntamálum? Um hvað eru þessir flokkar sammála í þessum mikilvæga málaflokki og hvað aðskilur þá frá öðrum flokkum?

Pages

Subscribe to Björn Valur Gíslason RSS