Óásættanlegt ástand í grunnskólunum

Staðan í grunnskólum landsins er grafalvarleg og ber að taka sem slíka. Hún er komin til vegna langvarandi fjárskorts sem hefur komið jafnt niður á kjörum kennara og skólastarfinu í heild sinni. Á endanum eru það svo nemendur, börn á grunnskólaaldri sem verða verst fyrir barðinu á þessu slæma ástandi. Þau fá hvorki það nám né þá þjónustu sem þeim ber  í fjárvana skólastarfi þaðan sem kennarar flýja slæm kjör. Það skilar sér svo  inn í framtíðina í vannýttum tækifærum ungs fólks og lakari lífsgæðum fyrir okkur öll.
Þetta er óviðunandi ástand sem þarf að bregðast við. Íslenska ríkið og sveitarfélögin í landinu sem reka grunnskólana fyrir hönd ríkisins verða nú þegar að finna lausn á slæmri stöðu skólanna.
Þetta er óásættanlegt ástand.

Mynd af lestrarhillu í Oddeyrarskóla fengin af heimasíðu Akureyrarbæjar