Fáir valkostir í stöðunni

Það eru ekki margir valkostir á myndun meirihlutastjórnar. Í grófum dráttum verður það annaðhvort ríkisstjórn fimm flokka án sjálfstæðisflokksins – eða stjórn með sjálfstæðisflokki. Þannig urðu einfaldlega úrslit kosninganna.
Ríkisstjórn fimm flokka sem felur í sér málamiðlanir þeirra á milli um svo til öll mál stór og smá. Ríkisstjórn með sjálfstæðisflokki býður upp á allt frá ískaldri hægristefnu yfir til blöndu frá báðum pólum, allt eftir því hvernig hún yrði saman sett.
Það er engin vinstristjórn í spilunum.
En það er talsverð hætta á grjótharðri hægristjórn með skelfilegum afleiðingum.