Hnútar

Sjómenn þekkja vel gildi góðra hnúta. Það á svo sem við um fleiri stéttir. Það er aðallega tvennt sem þarf að hafa í huga varðandi hnúta. Í fyrsta lagi að þeir haldi því sem þeir eiga að gera, renni hvorki til við átök né að álagspunktarnir veiki þá. Í öðru lagi og ekki síður mikilvægt er að auðvelt sé að losa þá þegar á þarf að halda í stað þess að skera verði á þá.
Þetta þurfa þeir sem hnýta hnúta að hafa í huga umfram annað.