Lítil innistæða fyrir tveggja flokka stöðugleika

Bjarni Benediktsson formaður sjálfstæðisflokksins segist hafa mjög miklar áhyggjur af stjórnarmyndun í haust. Hann segist alltaf muni velja tveggja flokka stjórn umfram ríkisstjórn fleiri flokka. „Þetta snýst um stöðugleika“ segir formaður sjálfstæðisflokksins.
Á þetta tveggja-flokka-stöðugleika-tal við einhver rök að styðjast?
Í ársbyrjun 2009 baðst Geir H Haarde lausnar fyrir tveggja flokka stjórn sína með Samfylkingunni. Sú ríkisstjórn tórði í 18 mánuði.
Í apríl 2016 féll tveggja flokka ríkisstjórn sjálfstæðisflokks og framsóknar undir forystu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar. Sú ríkisstjórn hélt út í þrjú ár.

Ekki góðar fréttir

Þetta eru virkilega vondar fréttir. Ekki aðeins fyrir útgerðir, sjómenn og samfélagið allt. Ef lítið er af loðnu við landið hefur það sömuleiðis áhrif á aðrar fisktegundir við viðgang þeirra. Svo mikilvægur er sjávarútvegurinn okkur og það mun hafa verulega neikvæð áhrif ef ekki verður veidd loðna í vetur.
Það er rétt sem fram kemur hjá Gunnþóri Ingvasyni framkvæmdastjóra SVN að það þarf að fara yfir stöðuna m.a. með tilliti til þess hvernig leit að loðnu er háttað. Það þarf einnig að huga að því hvernig veiðum er stýrt og þá með það í huga hvort það sé stór áhrifavaldur á stærð loðnustofnsins og jafnvel stærri en við teljum.
Hvað sem því líður þá eru þetta ekki góðar fréttir.

Myndin af Berki NK er af heimasíðu SVN

Það skiptir máli að taka afstöðu

Það er óvenjulegt að kosið sé á miðju hausti líkt og nú. En það er ástæða fyrir því. Ríkisstjórn hægriflokkanna undir forystu framsóknarflokksins féll vegna spillingar. Þess vegna verður kosið í lok október. Ráðherrar hennar né þinglið voru þó alls ekki á því að fara frá á sínum tíma. Á endanum voru þau svo hrakin frá völdum sem fyrst og síðast má þakka þingliði Vinstri grænna sem tók strax mjög ákveðna afstöðu gegn spillingunni og krafðist viðbragða.

Meiriháttar klúður hjá Bjarna Benediktssyni

Jöfnun lífeyrisréttinda hefur verið lengi til umræðu og í undirbúningi. Í grunninn er hér um gott mál að ræða sem ekki er mikill ágreiningur um í sjálfu sér. Það er því þyngra en tárum taki að fjármálaráðherra skuli hafa tekist að klúðra málinu með lagafrumvarpi sem hann lagði fyrir Alþingi málinu til staðfestingar. Þetta er eitt mesta klúður sem komið hefur upp á þinginu í talsverðan tíma og er þó af nægu að taka. Nýtt Alþingi mun fá það hlutverk að þrífa upp eftir formann sjálfstæðisflokksins og koma málinu í höfn í sátt við þá sem það varðar.
Það er ekki eitt heldur allt.

Mynd: Pressphoto.biz

Þrífast best í upplausn og óreiðu

Það er frekar regla en undantekning að hægriflokkarnir setji störf Alþingis í uppnám. Þetta gera þeir jafnt í stjórn sem stjórnarandstöðu. Þessi tveir flokkar þrífast best í upplausn og óreiðu.
Þeir velja ófrið þó þeim standi friður til boða.
Þeir kunna sitt fag.

Þeim til skammar

Bjarni Benediktsson, formaður sjálfstæðisflokksins, sagði í sjónvarpinu í kvöld að tekjur ríkisins væru traustar og að við værum með einn best rekna ríkissjóð í Evrópu.
Í Peningamálum Seðlabankans frá því í maí segir um þetta: „Ef tekjur af stöðugleikaframlögum eru undanskildar versnar afkoma ríkissjóðs á þessu ári samkvæmt grunnspá bankans en batnar hins vegar nokkuð á næstu tveimur árum.“ (bls. 13)
Þetta þýðir með öðrum orðum að undirliggjandi tekjur ríkisins fara versnandi þó þær gætu batnað á næstu árum. Það er því vegna einskiptistekna sem ríkissjóður er ekki í vondum málum núna en ekki vegna þess að ríkissjóður sé einn sá best rekni í heimi.

Áfram RÚV!

Ríkisútvarpið (RÚV) hefur legið undir linnulausum árásum af hálfu hægriflokkanna allt kjörtímabilið. Ráðherrar hafa neitað að ræða við fréttamenn RÚV nema gegn skilyrðum. Þingmenn hafa haft í hótunum við stofnunina og grafið undan trúverðugleika hennar við öll tækifæri.
Allt hefur þetta haft þann tilgang að ná pólitískum tökum á fréttaflutningi í landinu líkt og gert er í löndum þar sem lýðræðinu er verulega ábótavant.

Einkavæðing að hætti hússins

Gauti Eggertsson prófessor í hagfræði við Brown háskóla í Bandaríkjunum velti einkavæðingu á eignum ríkisins fyrir sér í nýlegum pistli. Hann veltir upp mörgum réttmætum spurningum vegna málsins.
Sjálfur hef ég margsinnis reynt að vekja athygli á þessu ótrúlega máli, t.d. hér, hér og hér. Kjarninn hefur einnig fjallað talsvert um þetta mál, m.a. í pistli í dag.

Það þarf að rjúfa þing strax í dag!

Ríkisstjórn hægriflokkanna er ónýt. Báðir stjórnarflokkarnir eru klofnir í herðar niður. Slík ríkisstjórn hefur enga heimild til að selja eigur ríkisins. Í raun hefur hún hvorki burði né leyfi til að gera nokkuð annað en að fara frá. Það er ekkert mál svo mikilvægt á Alþingi í dag sem ekki getur beðið afgreiðslu þar til eftir kosningar.
Það verður að rjúfa þing og stöðva allar aðgerðir ríkisstjórnarinnar.
Strax í dag.

Mynd: Pressphoto.biz

Varúð til hægri!

Einum ævintýralegasta aðdraganda að formannskjöri á síðari árum lauk með því að sitjandi formaður framsóknarflokksins var felldur. Fyrir stjórnmálin í heild sinni er það ágætt. Fyrir framsóknarflokkinn hljóta úrslitin að teljast afbragðsgóð. En best þó af öllu eru úrslitin þeim sem vilja herða tök hægriflokkanna á landstjórninni.

Pages

Subscribe to Björn Valur Gíslason RSS