Háskólarnir eru enn í hættu

Stuttu fyrir kosningar sendu rektorar allra háskóla á Íslandi frá sér áskorun til stjórnvalda um að fjárfesta í háskólunum og framtíðinni. Nú þegar ný ríkisstjórn sjálfstæðisflokksins hefur tekið við völdum sjá skólarnir ekki ástæðu til að draga yfirlýsingu sína til baka heldur þvert á móti er hún enn áberandi á heimasíðum þeirra. Sem er fullkomlega eðlilegt enda hefur nýja ríkisstjórnin engin áform uppi um að auka fjármagn til þeirra, a.m.k. ef marka má stefnuyfirlýsingu hennar.

Dagur 7

Ríkisstjórnin er vikugömul í dag. Þetta var það helsta sem heyra mátti af vígstöðvum stjórnarinnar á afmælisdaginn:

Dagur 6

Það var rólegur mánudagur hjá stjórnarliðinu.
​Ekki alveg dauður samt:

Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður sjálfstæðisflokksins, segir nýja ríkisstjórn ekki besta kostinn í stöðunni og hún sé of höfuðborgarmiðuð.

Umboðsmaður Alþingis segir að Bjarni Benediktsson hafi viðurkennt að hafa brotið gegn siðareglum ráðherra með því að leyna skýrslu um skattaskjólin og því ekki ástæða til að skoða það frekar. Umboðsmaður mun þó kalla eftir frekari upplýsingum um málið.

 

Dagar 4 og 5

Það var sem mig grunaði að helgin yrði með rólegra móti á stjórnarheimilinu.
Það tíndist þó eitthvað til:

Láku niður með öll sín helstu mál

Mikið var rætt um óvissu í sjávarútvegi á kjörtímabilinu 2009 – 2013 og var þá vísað til breytinga sem þáverandi stjórnvöld fóru í.

Stenst ekki skoðun

 „Stefnt er að því að allar varanlegar útgjaldaákvarðanir rúmist innan hagsveiflunnar.“
Stefnuyfirlýsing ríkisstjórnar sjálfstæðisflokksins.

Dagur 3

Þá er þriðji dagur ríkisstjórnar sjálfstæðisflokksins á enda runninn. ​Það bar helst til tíðinda að fyrsta hótun um stjórnarslit er komin fram af hálfu Bjartrar framtíðar.

Veikt Alþingi

Alþingi og sjálfstæði þess er veikara nú en verið hefur. Þriðjungur þingmanna stjórnarflokkanna er ráðherrar. Verðandi forseti Alþingis kemur úr stjórnarliðinu. Allir stjórnarflokkarnir eru svo hver um sig með þingflokksformann eins og gefur að skilja sem er annasamt starf. Þetta þýðir að í rauninni hefur stjórnarliðið aðeins 17 þingmenn á plani til annarra starfa, s.s. til nefndarstarfa og nefndarforystu auk starfa í þinginu sjálfu.
Í stuttu máli er um helmingur þingmanna stjórnarliðsins úr leik í hefðbundnum þingstörfum. Hinn helmingurinn sem á að annast þingstörfin er að auki að stórum hluta án þingreynslu. Vægi framkvæmdavaldsins gegn löggjafarvaldinu er of mikið.
Þetta er ekki gott.

 

Dagur 2

Annar dagur ríkisstjórnar sjálfstæðisflokksins var öllu rólegri en sá fyrsti en þó ekki alveg tíðindalaus.
​Hér koma nokkur dæm um það:

Skattaskil Bjarna Benediktssonar

Þetta er góð grein í Kjarnanum. Ríkisstjórnir sjálfstæðisflokks, framsóknar og Samfylkingar á árunum fyrir Hrun komu í veg fyrir innleiðingu á nauðsynlegum reglum og lagasetningum til að sporna við aflandseyjabraski. Skattastefna þessara flokka auðveldaði og virkaði beinlínis hvetjandi á einstaklinga og fyrirtæki til að skjóta peningum undan íslenskri lögsögu í skattaskjól víða um heim.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra hefur ekki svarað því hvort hann hafi staðið að skattaskilum í samræmi við lög og reglur eins og honum bar að gera.

Pages

Subscribe to Björn Valur Gíslason RSS