Mokveiði

 Lengi hefur verið deilt um vigtun á fiski eins og sjá má í þessu þingskjali frá árinu 1930. Og enn eru sett lög og reglugerðir um vigtun og verða sjálfsagt þannig til framtíðar. Eitt mál síldar var 150 lítrar. Í það mál var talið að kæmust 135-140 kg af nýrri eða nýlegri síld en eitthvað meira af gamalli, kannski 150 kg plús.
Sagt er frá því í Fiskifréttum að Venus NS 150 hafi fengið 1.200 tonn af ágætri síld í fimm hölum út af Faxaflóa. Það er svakalegur afli, svo ekki sé nú meira sagt. Það er eitthvað um 9.000 mál. Á forsíðu Vísis árið 1959 var sagt frá ágætri veiði síldarbáta sem samanlagt fiskuðu innan við helming þess afla sem Venus tók í þessum fimm hölum. Góð veiði í báðum tilfellum en undirstrikar þá miklu byltingu sem orðið hefur í útgerð og veiðum á ekki svo löngum tíma.

Mynd af heimasíðu útgerðar.