Ekki sama hvernig - en þarf samt að gera ...

Í gær skrifaði ég pistil hér á síðuna þar sem ég lagði út frá orðum Björns Zoëga forstjóra LSH sem hann skrifaði á heimasíðu spítalans. Í pistli mínum tók ég undir orð Björns enda tel ég hann hafa nokkuð til síns máls. Það blasir við að draga verður úr útgjöldum ríkisins. Pólitísk mistök fortíðarinnar hafa séð fyrir því. Um það verður ekki deilt með neinum rökum. Hvernig gerum við það? Hvernig ráðstöfum við færri krónum þannig að það komi sem minnst niður á þeirri þjónustu sem við teljum mörg hver að ríkið eigi að veita? Er það með því að skera jafnt og þétt niður á öllum stofnunum ríkisins, stórum sem smáum, þar til þær verða margar hverjar nánast óstarfhæfar og/eða vanbúnar til að gegna hlutverkum sínum? Eða ættum við að gera það þannig að við endurskoðum skipulagið hjá okkur með það að markmiði að nýta takmarkaða fjármuni sem best og vera betur í stakk búinn að til veita góða þjónustu? Eða eigum við að einkavæða almannaþjónustuna eins og stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn leggur til að verði gert (bls.3, liður 7: "...

Gera þarf meira en gott þykir ...

Björn Zoëga LSH segir í pistli á heimasíðu spítalans með áframhaldandi niðurskurður í rekstri muni eitthvað láta undan í þjónustu hans frá því sem nú er. Björn segir sömuleiðis að engin opinber stofnun hafi þurft að skera jafn mikið niður (í krónum talið líklega) en LSH og til þessa hafi það tekist án þess að það hafi komið niður á sjúklingum lengri biðlistum.

Dagur Þórsaranna

Framundan er stærsti fótboltaviðburður ársins, sjálfur bikarúrslitaleikurinn. Þar munu KR-ingar reyna sig á móti harðgerðum norðanmönnum úr Þór. Ólíkt sunnangufunni eru Þórsara meitlaðir af napri norðanáttinni, mótaðir af harði lífsbaráttu norðanfólksins og sprotnir upp úr þeim jarðvegi sem aðeins harðgerðustu lífverur ná rótfestu. Þórsliðið varð til upp úr sjálfum þórsvellinum, nánast eins og það hafi alltaf verið þarna og aðeins þurft á vökvun og umhirðu að halda til að ná þeim blóma sem það er nú í. Þórsmenn, hver og einn, berjast fyrir sínu með tæru norðanhjartanum í brjósti sínu. Taktfastur hjartslátturinn og óbílandi trú Þórsara á að ná markmiðum sínum hefur leitt þá á þann stað sem þeir eru nú staddir á, í úrslitum bikakarkeppninnar.

Eiga Kr-ingar eitthvað svar við þessu? Munu þeir mæta til leiks fullir sjálfumgleði þeirra sem telja sig geta sótt gullí greipar norðanmanna fyrirhafnarlaust. Eða hefur þeim verið gert það ljóst að þeir eru í raun litla liðið á vellinum?

Dagurinn er Þórsara.

Norðanmenn eiga völlinn í dag.

Fortíð og framtíð

Ágúst Torfi Hauksson er nýr forstjóri Norðurorku, eins af stærri orkufyrirtækjum landsins. Hann segir í viðtali við nýtt vikublað á Akureyri að hann sé ekki virkjunarsinni, það þurfi að vera glóra í þeim framkvæmdum. Hann segir jafnframt að hann telji að mistök hafi verið gerð vegna Kárahnjúkavirkjunar sem hann hafi verið ósammála um að ráðast í á sínum tíma. Þar hafi verið of langt gengið gagnvart náttúrunni og sú framkvæmd vekji upp spurningar um hvort ríkinu sé treystandi fyrir slíkum verkum. Ágúst Torfi segir sömuleiðis ekki vera viss um að hagsmunum Húsvíkinga sé best borgið með álveri á Bakka, þar sé um mjög dýr störf að ræða og hann telji einnig að nóg sé komið af álverum á Íslandi. Ágúst segist um margt vera sammála því sem Andri Snær Magnússon hefur sett fram í þessum málum m.a. í bók sinni Draumalandið. Þannig talar nýr forstjóri Norðurorku. Af yfirvegun, varfærni og skynsemi – ekki ólíkt því sem heyra hefur mátt frá forstjóra Landsvirkjunar.

Fullkomið ábyrgðarleysi

Síðust sex árin fyrir hrun fóru útgjöld ríkisins til rekstur heilbrigðisstofanna 33 milljarða fram úr fjárlögum hvers árs. Heilbrigðisráðherrar á þessum tíma voru framsóknarmennirnir Jón Kristjánsson, Siv Friðleifsdóttir og sjálfstæðismaðurinn Guðlaugur Þór Þórðarson.

Síðustu þrjú árin fyrir hrun fóru útgjöld ríkisins 74 milljörðum umfram fjárlög. Fjármálaráðherra á þessum tíma var sjálfstæðismaðurinn Árni Mathiesen. Sjálfstæðisflokkurinn stýrði fjármálaráðuneytinu látlaust síðustu 18 árin fyrir hrun.

Á sama tímu jukust útgjöld til málaflokka um 49%. Forsætisráðherrar á þessum tíma voru þeir Halldór Ásgrímsson úr framsóknarflokki og Geir Hilmar Haarde úr sjálfstæðisflokki.

Á þessum tíma ríkti fullkomið stjórnleysi í rekstri ríkisins og algert ábyrgðaleysi við ráðstöfun á skattpeningum almennings.

Þetta er stór hluti þess vanda sem almenningur á Íslandi glímir nú við. Fortíðarvandi á ábyrgð þeirra sem sóuðu eigum þjóðarinnar og sýndu að mínu mati refsivert ábyrgðaleysi við stjórn landsins.

Sum þeirra telja sig nú vera í stöðu til að snupra það fólk sem er að reyna að milda það mikla tjón sem stjórnleysi þeirra kostaði íslensku þjóðina.

Aumingjavæðing

Ég kalla það aumingjavæðingu þegar forystumenn sveitarfélaga fara fram með þeim hætti sem Árni Sigfússon og Ásmunundur Friðriksson bæjarstjórar hafa gert. Þetta á ekki síður við um suma þingmenn sjálfstæðisflokksins. Aumingjavæðingin felst í því að tala stöðugt niður til íbúana líkt og um ósjálfbjarga hóp fólks sé að ræða. Aumingjavæðingin felst í því að reyna að telja fólki trú um að það geti ekki bjargað sér sjálft, heldur verði hjálpin að koma annarsstaðar frá og frá þeim sem betur vita. Aumingjavæðingin felst í því hamra stöðugt inn hjá íbúunum að stjórnvöld vilji þeim illt, líta þá hornauga, telji þá bagga á samfélaginu og lítilsgilda. Aumingjavæðing þeirra Árna og Ásmundar felst í því að dreifa athyglinni frá eigin afglöpum og beina skiljanlegum vonbrigðum með erfitt ástand á svæðinu í aðra átt.

Umræðan um nýja stjórnarskrá

Eiríkur Bergmann skrifar pistil um viðbrögð við tillögum stjórnlagaráðs til nýrrar stjórnarskrár á DV bloggið sitt. Þar segir hann m.a. eftirfarandi:

„Við (væntanlega stjórnlagaráðið) vissum það strax í upphafi að valdastéttin og menntaelítan myndi tala starf okkar í stjórnlagaráði niður. Fyrir lá að þeir sem telja sig réttborna handhafa valdsins og þeir sem þykjast sérstaklega til þess bærir að túlka óskýra lýðveldisstjórnarskránna er ekkert gefið um að fulltrúar fólksins í stjórnlagaráði vasist í því að skrifa stjórnarskrá á mannamáli.“

Rannsókn á kvalinni þjóð?

Á sínum tíma var sett á fót sérstök rannsóknarnefnd á vegum Alþingis til að rannsaka aðdraganda hrunsins sem skall á þjóðinni haustið 2008. Skýrsla rannsóknarnefndarinnar var síðan birt í apríl á síðasta ári og vakti gríðarlega athygli. Skýrslan leiddi í ljós skipulagða fjárplógsstarfsemi íslenskra viðskiptamanna og ótrúlega spillingu í íslensku viðskiptalífi. Skýrslan sýndi einnig að um tiltölulega fáa aðila var að ræða eins og við vissum reyndar flest. Þetta var einsleitur hópur hvítra, íslenskra, miðaldra, heimskra karla sem virtust láta sér í léttu rúmi liggja hvaðan auður þeirra kæmi, svo framarlega sem hann skilaði sér í hús. Sem hann gerði.

Óvæntur hallarekstur Sigmundar Davíðs.

Líkt og aðstoðarmaður fjármálaráðherra benti á í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins í dag að þá feilreiknaði Sigmundur Davíð sig illilega í gagnrýni sinni á halla ríkissjóðs. Fólst villa Sigmundar í því að hann taldi að óinnheimtar tekjur ríkissjóðs hefðu einhver áhrif á hallarekstur ríkissjóðs fyrir 2010. Þar með missti gagnrýni hans algjörlega marks enda grundvallaðist hún á vanþekkingu hans á uppgjöri ríkissjóðs.

Furðulegur pirringur yfir ríkisreikningi

Samkvæmt ríkisreikningi ársins 2010 var halli á ríkissjóði 123 milljarðar á síðasta ári eða 41 milljarði meiri en ráð var fyrir gert. Aðal ástæða þessa munar er 33 milljarða króna framlag til Íbúðalánasjóðs sem m.a.

Pages

Subscribe to Björn Valur Gíslason RSS