Bergmál úr fortíðinni

Silvio Berlusconi forsætisráðherra Ítalíu segir að ákvörðun Standard & Poor´s um að lækka lánshæfismat Ítalíu endurspegli ekki raunveruleikann. Hann segir að ríkisstjórn sín sé með tök á málinu og aðgerðir í undirbúningi. Hann segir að öfundsjúkir útlendingar séu vondir við Ítalíu.

Það er margt sem Berlusconi ræfillinn á sameiginlegt með þeim sem stjórnuðu Íslandi árið 2008.

Hróp hans eru líkt og bergmál úr okkar eigin fortíð.