Gestaboð prófessors

Ætla mætti ef háskólaprófessor í grein innan félagsvísindanna stæði til boða að velja sögufrægar persónur sér við hlið í matarboði allra matarboða, mynda hann nýta tækifærið vel. Einhver slíkur myndi örugglega láta sér detta í hug að Aristóteles, einn mesti hugsuður í vestrænni heimspeki væri áhugverður sessunautur í þannig matarboði. Jafnvel að halda mætti uppi vitrænum samræðum við sjálfan Platon á milli rétta. Metnaðarfullir prófessorar í nútímanum myndi gætu sömuleiðis talið sig geta haft eitthvað upp úr samræðum við Sókrates, þann forngríska heimspeking eða jafnvel sjálfan Jesús sem örugglega hefði eitthvað til málanna að leggja. Auk þess sem sá síðastnefndi hefur orð á sér fyrir að ná að gera stóra máltíð úr litlu hráefni, svo mjög reyndar að það hefur komist næst því að geta talist ókeypis hádegisverður.

En prófessorar í Háskóla Íslands eru engir meðaljónar ef marka má gestalista þessa prófessor hér. Sá er ekki í nokkrum vafa á því hverjir það eru sem hann vildi fá í sitt matarboð mætti hann velja úr stórum hópi sögufrægra persóna mannskynssögunnar.

Spurt er: Hvaða þremur sögufrægu persónum myndirðu bjóða í mat og hvað yrði í matinn?

Svar HHG: Ég myndi nú bjóða því fólki í mat sem ég hef verið í mat með. Það eru Margaret Thatcher, Silvio Berlusconi og Davíð Oddsson.  Ég myndi hafa í forrétt melónur með carpaggio (hráskinku), í aðalrétt myndi ég hafa íslenskt lambakjöt með steiktum kartöflum og bernaise-sósu og í eftirrétt yrði svo ís með eplaköku.