Sjálfstæðisflokknum mun ekki takast að stöðva framkvæmdir

Við upphaf kjörtímabilsins var ákveðið að ráðist yrði í byggingu hjúkrunarheimila í níu sveitarfélögum á landinu, alls 361 rými. Um þessar framkvæmdir er getið í samstarfsyfirlýsingu stjórnarflokkanna (bls. 7) en áætlunin byggir á framkvæmdaáætlun fyrri stjórnvalda sem ekki hafði komist til framkvæmda. Næstu áfangar voru svo ákveðnir í vikunni sem er að líða og hafa fengið nokkra athygli einhverra hluta vegna.Framkvæmdirnar verða fjármagnaðar með sk. leiguleið, þ.e. að íbúðalánsjóður lánaði sveitarfélögunum þeirra hlut í kostnaðinum sem þau fengu síðan endurgreiddan frá framkvæmdasjóði aldraðra. Það er hlutverk framkvæmdasjóðsins að stuðla að uppbyggingu og eflingu öldrunarþjónustu um allt land og skal fé úr honum varið til bygginga stofnanna og þjónustumiðstöðva aldraðra.

Á þriggja ára tímabili er áætlað að verja um 9 milljörðum króna til bygginga nýrra hjúkrunarheimila fyrir aldraða íslendinga.

Þessu hefur verið fagnað víðast hvar enda voru málefni aldraðra setið á hakanum á meðan hið mikla góðaræri reið yfir landið, eins og svo margra annarra líkt og sjá má á þessari frétt frá hámarki góðærisins.

En það fögnuðu ekki allir. Til eru þeir sem hafa fundið þessu allt til foráttu enda aldrei verið sérstaklega áhugasamir um félagslega samfélagsþjónustu. Í stað þess að fagna með eldri íslendingum sem sjá fram á betri tíma, gleðjast með iðnaðarmönnum sem sjá fram á miklar framkvæmdir, hleypa óhindruðu brosi fram vegna þess að atvinnulausum muni fækka – þá geta sjálfstæðismenn ekki leynt vonbrigðum sínum og hafa nú lagt í víking til að reyna að stöðva málið. Þeir hafa sett sér það markmið að reyna að koma í veg fyrir framkvæmdir við byggingu hjúkrunarheimilanna til þess eins að klekkja á ríkisstjórninni. Þeim hefur orðið nokkuð ágengt, því miður. Í stað þess að fréttastöðvar fjalli um mikilvægi framkvæmdanna, líti á málið út frá þörf eldriborgara, velti fyrir sér áhrifum slíkra stórframkvæmda á hagkerfið og atvinnulífið – þá hafa þeir fylgt sjálfstæðismönnunum eftir í gagnrýni sinni á framkvæmdirnar og gert þær tortryggilegar á allan máta. Jafnvel harðsoðnir fréttahaukar og topp-bloggarar hafa aldrei þessu vant misst sjónar á meginatriðunum og baða sig í froðunni með hrunagenginu og tala um glæpahneigð stjórnvalda vegna framkvæmdanna.

Af hálfu stjórnvalda er málið mjög einfalt: Það verður ráðist í byggingu hátt í fjögur hundruð nýrra hjúkrunarrými fyrir eldri íslendinga. Fyrir þær framkvæmdir verður greitt af úr sameiginlegum sjóði allra landsmanna sem ætlaður er til slíkra verkefna.

Verkið er hafið hér, hér, hér, hér og hér – svo dæmi séu tekin.

Sjálfstæðisflokkurinn mun ekki ná að koma í veg fyrir þessar nauðsynlegu framkvæmdir - hvað sem hann reynir.

Comments

Pages