Those were the days ...

Samkvæmt svari fjármálaráðherra við fyrirspurn minni hefur það verið venjan í gegnum árin að gauka aukalega nokkrum hundruð þúsundum til formanna og varaformanna fjárlaganefndar fyrir eitt og annað. Þetta hafa þeir fengið fyrir vinnu sína við fjárlagagerð sem ég hélt reyndar að væri hlutverk þeirra sem sætu í fjárlaganefnd og þá sérstaklega á herðum formanns og varaformanns. En það dugði þessum kóngum greinilega ekki. Þeir virðast hafa litið svo á hlutverk sitt að það bæri að greiða þeim sérstaklega umfram aðra þingmenn, líklega vegna mikilvægis síns og umframhæfileika á sviði ríkisfjármála. Einhverri þessara þingmanna nutu síðan enn frekari greiðslna héðan og það úr opinbera kerfinu eins og kunnugt er.

En svona var þetta á þessum tímum.

Þar sem hægt var að mjólka, þar var blóðmjólkað.

Svo hljóðnaði glaumurinn - um sinn.