Samtrygging valdastéttarinnar

Þjóðkirkjan hefur í gegnum árin verið nátengd valdastéttinni á Íslandi og reyndar gegndi kirkjan hlutverki valdastéttarinnar fyrr á öldum. Kirkjan hefur þannig lengst af ýmist verið órjúfanlegur hluti valdastéttarinnar og oftast tekið sér stöðu með henni þegar á reynir. Það kom því ekki á óvart að Karl Sigurbjörnsson stillti sér og þar með kirkjunni sem stofnun upp við hliðina á rótgrónum valdaöflum landsins í hátíðarmessu í Dómkirkjunni í morgun.

Hann sagði það vera þjóðinni til skammar að krefjast uppgjörs við Hrunið. Hann kallar það þjóðarskömm að stjórnmálamenn kirkjunni þóknanlegir verði látnir gjalda gjörða sinni og axli þá ábyrgð sem þeir tóku sér á hendur í störfum sínum.

Ráðherrar eru vinnumenn Alþingis

Þær breytingar sem gerðar hafa verið á ríkisstjórn Íslands verða til þess að styrkja málefnastöðu hennar frekar en áður. Breytingarnar miða að því að stilla upp okkar sterkasta liði, jafnt í ríkisstjórn og á þingi í þeim tilgangi að takast á við þau verkefni sem enn eru óleyst og þarfnast lausnar áður en kjörtímabilinu líkur. Stóru verkefnin snúa m.a. að breytingu á stjórnarskrá landsins, fiskveiðistjórnunarkerfinu, atvinnumálum, umhverfismálum og nýtingu auðlinda. Ekkert af þessu mun verða að veruleika án núverandi ríkisstjórnar. Verkefnin snúa ekki síður að því að halda utan um og treysta í sessi þann mikla árangur sem náðst hefur við að rétta fjármál ríkisins við eftir efnahagshrun hægrimanna og takast áfram á við afleiðingar þess fyrir almenning, heimilin og fyrirtækin í landinu. Uppgjörið við hrunið verður að ljúka á tímabilinu, jafnt hið efnislega sem og það sem snýr að stjórnmála- og viðskiptalífinu. Framtíðin ræðst af því að raunverulegt uppgjör fari fram um þá atburði sem leiddu okkur til þess veruleika sem við höfum verið að fást við frá haustinu 2008. Ráðherraembætti eru stórlega ofmetin.

Undrun og upplausn í Reykjavík

Ég þurfti að skjótast suður í morgun í smá erindagjörðum og sá þá mér til mikillar undrunar að himinháu skaflarnir sem sagt var frá í fjölmiðlum að hefðu verið í borginni í gær voru horfnir. Eftir situr falleg snjóahula yfir bænum sem gerir hann enn bjartari og jólalegri en áður sem er bara vel við hæfi.

Frétti það síðan hjá innfæddum og innmúruðum að það ríkti hálfgerð upplausn á Mogganum vegna greinaskrifa formanna stjórnarandstöðuflokkanna í áramótablaðið. Sagt er að þær hafi verið innkallaðar og nú sé verið að endurskrifa þær til samræmis við veruleikann. Þær munu víst hafa verið fullar af einhverri vitleysu um að ríkisstjórnin réði ekki við verkefni sín.

Sel það ekki dýrar en ég keypti það.

Það á ekki af þeim að ganga!

Það á ekki af sjálfstæðisflokkinum að ganga. Það er eins og hann megi hvergi drepa niður fæti án þess að misstíga sig með herfilegum afleiðingum - fyrir aðra. Allir muna styrkjasúpuna svo kölluðu sem flokkurinn er nú að basla við að endurgreiða eftir að upp komst og enn svíður landann undan hruninu og gjaldþroti Seðlabankans sem Flokkurinn ber mesta ábyrgð á svo fátt eitt sé nefnt. Nú lítur svo út fyrir að hægrimenn á norðurlöndunum hafi fengið að finna til tevatnsins af hálfu Flokksins. Þeir krefja hann nú um háar upphæðir í bætur fyrir glatað fé úr sameiginlegum sjóðum sem sjálfstæðisflokkurinn íslenski ber að sögn ábyrgð á.

Það er bara eins og sjálfstæðisflokkurinn hafi enga stjórn á sér þegar hann kemst með klærnar í annarra manna fé.

Það er kannski þessvegna sem hátt í helmingur þjóðarinnar virðist vilja fá þennan rummungsflokk aftur til valda?

Rammíslenskt og óhollt

Íslenskur matur er sá helst talin sem er reyktur, saltaður, kæstur eða súrleginn. Sá súri er líklega meira tengdur Þorranum en jólum á meðan reykt kjöt og saltað er helst á borðum yfir jólahátíðarnar. Engin jóla án hangikjöts og hamborgarahryggurinn algengasti jólamaturinn eftir því sem mér skilst. En það hefur líka sínar afleiðingar.

Eða er það óhófið?

Nema hvorutveggja sé?

 

Algjörlega óviðeigandi jólasaga

Ég hef kynnst mörgum skemmtilegum karakterum í gegnum tíðina, ekki síst þeim sem ég hef verið með til sjós. Hér kemur einskonar jólasaga af einum slíkum:

Helgi Magnússon er með´etta

Helgi Magnússon, formaður samtaka iðnaðarins er hrifinn af því að íslendingar selju leifarnar af sameiginlegum eigum sínum. Hann vill endurtaka leikinn frá því fyrir hrun þegar stjórnmálaflokkar honum þóknanlegir seldu (gáfu) bankana, Síldarverksmiðjurnar og Símann svo fátt eitt sé nefnt. Allt afburða misheppnað eins og við vitum öll í dag.

Nú vill hann að við seljum þeim Landsvirkjun. Hann vill endurtaka leikinn. Byrja sama hrunadansinn að nýju.

En Helgi er ekki eins vitlaus og halda mætti. Hann veit sem er að það mun ekki gerast á meðan Vinstri græn eru í ríkisstjórn. Þess vegna vill hann bíða fram yfir næstu kosningar í þeirri von að Flokkurinn komist aftur til valda og selji það sem eftir er. Gerist það þá verður honum og félögum hans allir vegir færir að nýju.

Helgi er alveg með´etta.

Nema hvað?

Auðvitað er skýrslan bara drasl enda varð ekkert hrun og óþarfi að gera mál úr því sem aldrei gerðist.

Nema hvað?

Djók ársins

„Þetta verður sennilega áhugaverðasta sjónvarpsviðtal ársins 2011 og ég tel mig ekkert vera að of segja á nokkurn hátt“ segir Ingvi Hrafn Jónsson, sjónvarpsstjóri á sjónvarpsstöðinni ÍNN.

Hvað höfðingjarnir hafast að ...

Í fyrra lagði ég fram þingsályktunartillögu þar sem lagt var til að Alþingi fæli skrifstofustjóra Alþingis að fara þess á leit við ríkissaksóknara að dregnar yrðu til baka þær ákærur á hendur sk. níumenningum sem snéru að meintu broti þeirra gegn valdstjórninni, brotum gegn stjórnskipan landsins og jafnvel landráði. Þetta voru ákærur byggðar á afar umdeildum lagagreinum sem ávalt og ævinlega hefur verið til vansa að styðjast við svo sjaldan sem gripið hefur verið til þeirra.

Pages

Subscribe to Björn Valur Gíslason RSS