Tveir fyrir einn?

Er ekki lag til þess núna að gera bara eitt mál úr þessu og þessu og þessu til að forðast frekari óþægindi af áframhaldandi málarekstri?

Stórfrétt í þagnargildi

Það hefur lítið farið fyrir stærstu frétt nýliðinnar viku. Ég reyndi að fylgjast með frétta uppgjöri fjölmiðla eins og ég gat en hvergi var minnst á þetta mikilvæga mál.

Þar er ég að tala um nýjustu mælingar Hafrannsóknarstofnunnar á loðnustofninum sem gefa bæði fyrirheit um góða loðnuvertíð og þá ekki síður um aukið fæðuframboð í hafinu fyrir aðra fiskistofna. Kannski finnst engum þetta merkilegt nema okkur á ritstjórn bvg.is?

Það væri furðulegt og til merkis um að jarðsamband fjölmiðla við raunveruleikann sé að rofna – aftur.

Sem mér finnst ótrúlegt.

Topp síkret skýrsla undir stól

Upplýst hefur verið um tilvisst fullkomlega háleynilegrar skýrslu Hagfræðistofnunnar Íslands um vegaframkvæmdir. Hún fannst víst undir stól.

Ljóst er að alvarleg mistök virðast hafa verið gerð við að halda henni leyndri. Við nánari skoðun hefur orðið uppvíst um að sagt hafi verið frá skýrslugerðinni sjálfri í frumvarpi til laga um samgönguframkvæmdir sem lagt var fram á þingi vorið 2010. Frumvarpið fékk síðan ítarlega umfjöllun í nefnd þingsins.

Engu líkara er en að þar hafi verið um ósýnilegt letur að ræða sem nú fyrst er að birtast mönnum, líklega vegna galla í letursmíðinni.

Alvarlegast er þó að leyniskýrslunni virðist hafa verið lekið á hinn alþjóðlega veraldarvef strax og hún lá fyrir sumarið 2010.

Reynslan af þessu leynilega málið hlýtur að vera sú að opinber gögn teljist seint leynileg.

Skattaumræða á villigötum

Á dæmalausum skattafundi Viðskiptaráðs og Deloitte á dögunum, sem vakið hefur mikla athygli, bar Vala Valtýsdóttir, skattasérfræðingur Deloitte, saman árangur Íslands og Írlands við að reisa efnahagslíf landanna úr rústum hrunsins. Hún hélt því fram að Írar hafi farið allt aðrar leiðir en Ísland og náð mun betri árangri með hóflegri skattlagningu, öfugt við skattabrjálæðið sem sagt er að ríki hér á landi.

Eigum við að skoða þetta aðeins betur?

Jákvæð skýrsla IFS um Vaðlaheiðargöng

IFS Greining hefur skilað fjármálaráðherra skýrslu um forsendur væntanlegra Vaðlaheiðarganga í samræmi við ákvörðun Alþingis þar um við afgreiðslu fjáraukalaga síðasta árs og fjárlaga 2012.

Niðurstaða IFS Greiningar er að allar helstu forsendur framkvæmdanna séu innan þeirra marka sem lög um framkvæmdirnar kveða á um, þ.e. að áætlanir um stofnkostnað og rekstur séu raunhæfar og áreiðanlegar. IFS Greining bendir þó á að styrkja þurfi eigið fé Vaðlaheiðarganga ehf. sem mun sjá um framkvæmdina til að treysta betur fjármögnun verkefnisins. Sömuleiðis er bent á að óvissa geti ríkt um endurfjármögnun verkefnisins sem ráðast þarf í þegar göngin hafa verið þrjú ár í rekstri. Þrátt fyrir þetta bendir IFS Greining á í skýrslu sinni að fjölmargir þættir geti einnig horft til betri vegar og létt undir með verkefninu.

Megin niðurstaða IFS Greiningar er hinsvegar sú að viðskiptaáætlun og helstu forsendur verkefnisins sé með þeim hætti að verkefnið standist þær kröfur sem gerðar eru til þess.

Er maðurinn brjálaður?

Vilhjálmur Bjarnason líkti skattlagningu á auðmenn við galdraofsóknir á fundi Viðskiptaráðs í morgun. Hann jafnar galdrabrennum fyrri alda við að skattkerfið hér á landi hafi verið fært nær því sem þekkist í öðrum vestrænum ríkjum. Hann ber hlutskipti íslenskra auðmanna saman við ömurleg örlög þeirra sem urðu fyrir ofsóknum fyrr á öldum og enduðu líf sitt á kvalarfullum bálkesti fáfræði og mannvonsku.

Er maðurinn brjálaður?

(Til að forðast misskilning þá er myndin hér að ofan ekki af fundi Viðskiptaráðs þó einhver kunni að álykta svo).

Smávegis um Vaðlaheiðargöng

Fyrir nokkrum dögum birtist skýrsla um væntanleg Vaðlaheiðargöng eftir Pálma Kristinsson. Sá segist hafa unnið skýrsluna samkvæmt þrábeiðni ýmissa aðila sem hann þó nafngreinir ekki. Hann hefur sent Umhverfis- og samgöngunefnd skýrsluna og hefur forystusveit nefndarinnar tekið henni fagnandi og tilkynnt að téður Pálmi verði boðaður til fundar við nefndina hið fyrsta. Formaður nefndarinnar segir skýrslu Pálma einmitt vera það sem meirihluti nefndarinnar hafa alltaf viljað fá að heyra jafnframt því sem hún hvetur þingmenn til að vera heiðarlega í þessu máli. Nema hvaða? Við skulum fara aðeins yfir þetta. Alþingi samþykkti lög um opinberar vegaframkvæmdir í júní 2010, þ.á.m. Vaðlaheiðargöng. Málið hafði þá verið rætt í Samgöngunefnd þingsins sem var sammála um málið eins og sjá má í nefndaráliti þar um.

Það þarf þá varla að ræða það meira?

Einar Kristinn Guðfinnson er glöggur maður og skýr. Hann er ágætur húmoristi og sér oft skemmtilegar hliðar á málum sem engin annar sér. Hann er reyndar ekki mikill stjórnmálamaður eins og á við um okkur fleiri sem sitjum á þingi. En það er ekki stór galli. Okkur er ágætlega til vina og ég held að við höfum lúmskt gaman hvor af öðrum. Mogginn birtir blogginn hans – gott ef ekki hvert einasta – og gerir þeim góð skil. Sem er ágætt því þau eru mörg hver ansi skondin. Nú bloggar félagi Einar um að Jóhanna Sigurðardóttir sé ófær um að leiða Samfylkinguna og að ríkisstjórnin hangi saman eingöngu til að komast hjá kosningum.

Það þarf þá væntanlega ekki að ræða það frekar? Best að hætta þessu bara og hleypa íhaldinu fyrirstöðulaust aftur inn í stjórnarráðið. Fylgja handritinu úr hinni ágætu mynd Inside Job.

Eða hvað?

Líklegra er þó að þessi skrif séu bara klassísk merki um stíflu í pólitísku nefi félaga Einars.

Stjórnsýsluleg fullnæging

Fyrirhugaðar breytingar í stjórnarráðinu varðandi sameiningu ráðuneyta eru liður í því að endurskipuleggja og styrkja stjórnsýsluna frá því sem verið hefur. Það blasir við að lítil og fámenn ráðuneyti með þrönga og afmarkaða málaflokka á sinni könnu eru ekki líklega til afrek eins og sagan sínir. En þetta hefur farið öfugt ofan í þá sem telja sig eiga þröngra hagsmuna að gæta. Þeir geta ekki hugsað sé að stjórnsýslan styrkist og ráðuneyti eflist. Það dregur úr vægi hagsmunaaðilana og heftir áður greiðan aðgang þeirra í stjórnarráðið. Samtök iðnaðarins hafa sent frá sér ályktun þar sem fyrirhuguðum breytingum er mótmælt og þeim fundið allt til foráttu. Samtökin vilja engu breyta og telja að núverandi fyrirkomulag sé það besta sem völ er á. Þau óttast um sinn hag. Sama má segja um félaga LÍÚ sem fullyrða að breytingarnar muni veikja atvinnulífið vegna þess hvað hið nýja Atvinnuvegaráðuneyti verður öflugt og stórt. Þá verði vægi þeirra minna innan ráðuneytisins. Þeir halda því fram að verið sé að leggja sjávarútvegsráðuneytið niður með því að færa verkefni frá því til annarra ráðuneyta, s.s. þau sem snú að rannsóknum og ráðgjöf um nýtingu sjávarauðlinda.

SA viðurkennir hagvöxt

Vilmundur Jósefsson formaður Samtaka atvinnulífsins viðkenndi í viðtali í gær að hagvöxtur hefði orðið hér á landi á nýliðnu ári. Með semingi þó. Reyndar ekki hagvöxtur að hans eigin skapi heldur eitthvað öðruvísi. En hagvöxtur samt. Það má lesa úr viðtalinu við að honum finnist það blóðugt að þurfa að gangast við þessu. Formaður SA telur það hinsvegar vera markmiðið að koma þessum hlutum aftur   … í það horf sem þeir voru fyrir hrun…“ og það ætti að vera „raunhæft markmið ef rétt er haldið á spilunum.“

Formaðurinn segir einnig að hugsanlega sé það okkar besta fólk sem er að leita atvinnutækifæra í útlöndum. En bara hugsanlega. Formaðurinn útskýrir hinsvegar ekki hverjir eru bestir og hverjir ekki. Hefði þó átt að gera það til að skýra mál sitt betur. Kannski eru hann að meina að það séu bara lúðarnir sem hafa þurft að leita út fyrir landsteinana eftir vinnu í kjölfar hrunsins. Þeir bestu séu þá líklega enn eftir.

Svo verður væntanlega allt gott aftur þegar hlutirnir verða komnir „aftur í það horf sem þeir voru fyrir hrun.“

Eða hvað?

Pages

Subscribe to Björn Valur Gíslason RSS