Ritþjófur skrifar bók

Hannes Hólmsteinn Gissurarson var að gefa út bók um íslenska komúnista og fékk af því tilefni ítarlegt og drottningarviðtal í Kastljósi RÚV. Þar lýsti doktor Hannes því hvað kvatti hann til að skrifa bók um það aumingja fólk sem ánetjaðist kommúnisma og hann kvaðst hafa svo mikla samúð með. Aðspurður hvort hann væri nú besti maðurinn til að skrifa slíka bók vegna andúðar sinnar á pólitískum andstæðingum, mátti á honum skilja að enginn íslendingur væri til þess verks færari.

Nú er það svo að doktor Hannes Hólmsteinn Gissurarson er dæmdur ritþjófur og hefði því mátt ætla að hann yrði spurður út í trúverðugleika sinn í sem rithöfundar í því ljósi, en honum var hlíft við því eins og öðru.

Ég hef lengi velt því fyri mér hvernig bækur Hannesar seljast og hverjir beri upp lesendahópinn. Sagan segir að bækur doktor Hannesar seljist vel en þó einkum hjá nemendum í Háskóla Íslands, sérstaklega þó nemendum doktorsins sjálfs sem hafi sínar eigin bækur ofarlega í skyldulesningu nemenda sinna.

Ætli það geti verið eða bóksala Dr. hannes Hólsteins Gissurarsonar byggist aðallega á neyðarlesningu nemenda hans sjálfs?

Það væri nú gaman ef einhvern sómakær fjölmiðill myndi kanna það. Jafnvel bara Kastljósið sem gert hefur marga góða hluti í gegnum tíðina.