Mikilvægi íslenskrar kvikmyndagerðar

Sagt er frá því á Smugunni í gær að Friðrik Þór Friðriksson einn virtasti kvikmyndagerðarmaður þjóðarinnar telji að íslenskum stjórnvöldum sé hreinlega illa við íslenska kvikmyndagerð og sýni henni sérstaka óvild. Friðrik segir það óskiljanlegt að þrátt fyrir að rannsóknir sýni að hver króna í opinberum styrkjum til kvikmyndagerðar skili sér fimmfalt til baka.

Nú má sjálfsagt deila um þetta eins og annað sem ég ætla ekki að fara nánar út í hér og nú. Hagræn áhrif íslenskrar kvikmyndagerðar og íslenskrar menningar er hafið yfir allan vafa þó auðvitað heyrist raddir um annað. Þær raddir koma ekki innan úr röðum stjórnarliða.

Hver hafa framlög til íslenskrar kvikmyndagerðar verið síðustu árin, fyrir Hrunið og eftir það? Á efri myndinni hér að ofan má sjá línurit yfir framlög ríkissjóðs til kvikmyndagerðar á verðlagi ársins 2011.

Á myndinni þar fyrir neðan sést hvert framlag til íslenskra kvikmyndagerðar er á sama tíma.

Grundvallaratriðin

Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd fundaði í morgun um tillögu formanns sjálfstæðisflokksins um að falla frá málsókn á hendur fyrrverandi forsætisráðherra. Gestir fundarins voru þau Sigríður Friðjónsdóttir saksóknari Alþingis og Helgi Magnús Gunnarsson varasaksóknari. Þau voru þeirrar skoðunar að Alþingi gæti afturkallað málsóknina ef það vildi.

Það eru hinsvegar ekki rök að gera allt sem maður má gera. Spurningin er á hvaða forsendum það er gert.

Það kom mjög skýrt fram í máli gestanna að engar þær grundvallarbreytingar hefðu orðið á málinu sem gefur ástæðu til að falla frá málsókninni.

Þetta er eitt af grundvallaratriðum málsins.

Það kom einnig fram á fundinum að hér væri um alvarlegt sakamál að ræða en ekki annað.

Það er einnig eitt af grundvallaratriðunum. 

Það kom fram að öll óvissa í málinu væri vond, t.d. sú sem nú er uppi með tillögu formanns sjálfstæðisflokksins.

Þetta er sömuleiðis eitt af grundvallaratriðum málsins.

Nýjan sannleik, takk!

Undanhaldið frá landsdómi er rekið á all undarlegum forsendum. Ein slík er að nú væri nær að setja á fót einhverskonar sannleiksnefnd um ástæður Hrunsins í stað þess að vera vesenast með þennan landsdóm. Með þeim hætti mætti leiða í ljós sannleikann um það sem í raun og veur gerðist hér á landi og hverjir beru hugsanlega ábyrgð á þeim  ósköpum öllum.

Þetta er verðugt verkefni og reyndar alveg nauðsynlegt til að geta gert upp við Hrunið.

Málið er hinsvegar að það er löngu búið að gera þetta! Alþingi samþykkti nefnilega „Lög um rannsókn á aðdragana og orsökum falls íslensku bankanna 2008 og tengdar atburða“ sem tóku gildi þann 18. desember 2008. Í fyrstu grein þeirra laga segir m.a.:

Uppgjör eða uppgjöf?

Ég sat ásamt Ögmundi Jónassyni ráðherra fyrir svörum á fundi um þingsályktunartillögu formanns sjálfstæðisflokksins um Geirs H Haarde. Það var um margt skemmtilegt. Ég skýrði þau rök sem lágu fyrir afstöðu minni í málinu þegar Alþingi ákvað að ákæra Geir H Haarde fyrrverandi forsætisráðherra og hversvegna rangt sé að fella þá ákæru niður í dag. Rökin eru tiltölulega einföld. Rannsóknarnefnd Alþingis komst að þeirri niðurstöðu að á grundvelli þeirra upplýsinga sem fram komu við rannsókn málsins taldi nefndin að ráðherrann fyrrverandi hefði brotið lög og jafnvel stjórnarskrá ásamt því að hafa með aðgerðum sínum og aðgerðarleysi stefnt íslenska ríkinu í hættu. Eða svo segir í gögnum málsins, Rannsóknarskýrslunni (bls. 31-47) og ákærunum sjálfum.

Refskák

Alþingi hefur í gegnum tíðina fóstrað marga góða skákmenn og þá ekki síður skákáhugamenn. Þekktastur skákmanna er án efa Friðrik Ólafsson sem var lengi skrifstofustjóri þingsins en hann var á sínum tíma fyrsti íslenski stórmeistarinn. Kunnasti skákmaður þingsins í dag er Guðfríður Lilja Grétarsdóttir sem er margfaldur Íslandsmeistari í skák og var um tíma sömuleiðis forseti Skáksambandsins. Halldór Blöndal, Guðmundur Jaki, Össur Skarphéðinsson eru síðan þekktir áhugamenn úr hópi þingmanna fyrr og nú ásamt mörgum fleirum.

Atli talar gegn sjálfum sér

Atli Gíslason fyrrverandi formaður þingmannanefndar sem lagði til að Alþingi hélt tilfinningaríka messíasarræðu í dag um tillögu formanns sjálfstæðisflokksins um að forða fyrrum formanni flokksins undan dómi. Hann telur í dag að þingmenn hafi verið í tilfinningalegu uppnámi þegar þeir samþykktu að ákæra formanninn fyrrverandi og varla í ástandi til að taka skynsamlegar ákvarðanir. Í það minnsta lýsti hann sínu eigin ástandi þannig þennan örlagaríka dag.

En var það þannig?

Skoðum það aðeins betur.

Atli var talsvert áberandi í fjölmiðlum á þessum tíma og til hans var almennt borið það traust að hann myndi standast álagið sem hann óneitanlega var undir sem formaður nefndarinnar. Hér segir m.a.:  Spurður hvort honum þyki réttlátt að Geir sé einn dreginn fyrir landsdóm segir Atli: „Ég hugsaði einhvern tíma með sjálfum mér: Fjórir, enginn eða einn. Það er algengt í sakamálum að aðalmaður sé ákærður en aðrir ekki, án þess að ég vilji heimfæra það beint yfir á þetta," segir hann.

Álit gegn greiðslum?

Umfjöllun DV í dag um að virtir háskólaprófessorar taki við greiðslum af hálfu verjanda Geir H. Haarde og bökkuðu vörnina að auki uppi með „fræðilegum“ greinum þar um, er athyglisverð í meira lagi. Að ekki sé nú talað um hvort rétt er að hæstaréttardómari nátengdur sjálfstæðisflokknum sé sömuleiðis í bakvarðarsveit fyrrum formanns flokksins.

Áður hefur komið fram að Róbert R. Spanó prófessor og forseti lagadeildar Háskóla Íslands hafi veitt verjanda Baldurs Guðlaugssonar fyrrverandi ráðuneytisstjóra í fjármálaráðuneytinu ráðgjöf við vörn þess manns.

Sé þetta með þessum hætti þá hlýtur trúverðugleiki lagadeildar Háskóla Íslands að falla til botns.

Sé það þannig að dómari við hæstarétt sé einn þeirra sem vinnur að vörn fyrrum formanns sjálfstæðisflokksins fyrir landsdómi, þá hlýtur að molna úr trúverðugleika réttarins.

Þessu hlýtur að vera fylgt nánar eftir.

Dagurinn í dag!

Dagurinn í dag gæti verið dagurinn sem við hættum við að gera upp mistök fortíðar.

Dagurinn í dag gæti verið dagurinn sem við ákveðum að hætta við að gefa þjóðinni tækifæri til að búa til nýja stjórnarskrá fyrir lýðveldið Ísland.

Dagurinn í dag gæti verið dagurinn sem við hættum við að koma okkur upp réttlátu kosningakerfi.

Dagurinn í dag gæti verið dagurinn sem við hættum við að búa til nýtt stjórnkerfi um fiskveiðar.

Dagurinn í dag gæti verið dagurinn sem við hættum við að móta nýja umgjörð um nýtingu auðlinda okkar með skynsamlegum hætti.

Dagurinn í dag gæti verið dagurinn sem við ákveðum að fara aftur til fortíðar.

Dagurinn í dag gæti verið dagurinn sem við gefumst upp við að gera upp gamlar syndir og læsum þær inni til ævarandi óminnis.

Dagurinn í dag gæti líka orðið dagurinn sem við sýnum djörfung og dug og tökum ákvörðun um að við ætlum víst, hvað sem hver segir, að skapa annað og betra samfélag en við komum úr.

Dagurinn í dag gæti boðað nýtt upphaf - eða endi.

Svo fátt eitt sé nefnt.

Malt er ekki sama og malt

Mér skilst að Ölgerðin Egill Skallagrímsson hafi hótað Þóru Arnórsdóttur starfamanni RÚV málaferlum vegna einhvers sem hún á að hafa sagt um salt-klúðursins. Ég hef áður lýst áliti mínu linnulausum hótunum hinna ýmsu aðila um málsóknir ef orðinu er hallað að þeim. Þetta er hin nýja aðferð til þöggunar sem þeir beita helst sem síst ættu að gera.

En hvað um það.

Ég las hinsvegar viðtal við Svavar Halldórsson eiginmann Þóru (hafði hinsvegar ekki hugmynd um hjónatengsl þeirra) sem tók málinu af stóískri ró enda vanur maður þegar að hótunum af þessu tagi kemur. Hann sagði hinsvegar að þau hjónin hefðu ákveðið að hætta að kaupa malt og appelsín. Það lýst mér ekki á enda er malt ekki það sama og malt eins og allir vita.

Skipulagður misskilningur?

Ragnheiður Ríkharðsdóttir er einn öflugasti og um leið skemmtilegasti þingmaður sjálfstæðisflokksins og nýtur virðingar fyrir störf sín langt út fyrir raðir flokksins. Hún er að oftast málefnaleg í rökræðum (þó það brenni stundum við hjá henni eins og hjá öðrum) og það er sérstaklega tekið eftir því hversu vel henni ferst það úr hendi að stýra fundum þingsins og hafa góða stjórn á þingmönnum úr stóli forseta þegar á það reynir.

Ég sé að hún hefur misskilið umræðuna um hugsanlega dagskrártillögu vegna tillögu Bjarna Benediktssonar um að forða fyrrum formanni flokksins undan dómi. Með slíkri tillögu væri alls ekki verið að vísa málinu frá eða að koma í veg fyrir eðlilega umræðu um það. Þvert á móti færi umræðan fram eins og áður hafði verið boðað og þegar henni lýkur mun þingið taka ákvörðun um framhald þess, annaðhvort með því að vísa því til áframhaldandi umfjöllunar í þingnefnd eða heimila landsdómi að halda því áfram og ljúka því.

Það er nú ekki flóknara en það.

Pages

Subscribe to Björn Valur Gíslason RSS