Spilling í sinni tærustu mynd

Ólafur Haukur Johnson, eigandi og skólastjóri Menntaskólans Hraðbrautar,er alltaf í dálitlu uppáhaldi hjá mér. Hann er algjörlega blygðunarlaus og gegnheill í hagsmunagæslu sinni og virðist gjörsamlega ófær um að skilja á milli faglegra vinnubragða og gegnsýrðrar spillingar. Hann vill bara einfaldlega að flokkurinn hans sjái um hans mál og ekkert röfl – punktur.

Stjórnmálamenn gegn rasisma!

"Óskaplega væri það vel til fundið. Úthýsa öllum rasistum, um leið og þeir opinbera sig, og fastsetja það í stefnur allra flokka, að rasismi verði ekki liðinn, eða eitthvað form andúðar á útlendingum yfir höfuð. Ekkert pláss verði fyrir þessi sjónarmið hjá neinum stjórnmálaflokki.“

Algjör og skilyrðislaus foringjadýrkun

Framsóknarflokkurinn virðist vera orðinn meira í ætt við sértrúarsöfnuð en stjórnmálaflokk.  Að minnsta kosti ef marka má fréttir af lokuðum miðstjórnarfundi flokksins sl. laugardag. Formaðurinn hélt þar klukkustundar langa ræðu um sjálfan sig og alþjóðlegt samsæri gegn sér og þar með flokknum enda þeir tveir eitt og sama fyrirbæri að hans mati. Aðrar fréttir hafa birst almenningi í formi pínlegra sjálfsmynda þingmanna með foringja sínum, myndum af söfnuðinum hylla foringjann og yfirlýsinga forsætisráðherra um að sjálfum muni honum aldrei, aldrei láta sér detta það í hug að bjóða sig fram gegn foringjanum.

Gleðilega hátíð sjómenn!

Sjómannadagurinn vekur upp margar góðar minningar. Ein er sú þegar pabbi bað mig, þá 10-12 ára gamlan, að koma með sér í sjómannadagsmessu í Ólafsfirði. Sem ég auðvitað gerði. Messan var örugglega hefðbundin í alla staða, man það ekki. Ég man hins vegar að pabbi missti höfuðið ýmist fram á bringu, út á hlið eða aftur allan tímann sökum syfju og þreytu. Hann hafði komið í land fyrr um nóttina. Ég mátti ýta reglulega í hann til að reyna að halda honum vakandi en það dugði skammt. Mér var ekki skemmt fyrr en löngu seinna. Sennilega var svipað ásigkomulag á fleiri sjómönnum þennan sunnudagsmorgun í kirkjunni í Ólafsfirði. Þeir voru hressari síðar um kvöldið ef ég man rétt.

Gríðarlega góða afkoma hjá Síldarvinnslunni

Rekstur Síldarvinnslunnar í Neskaupsstað á síðasta ári er ævintýri líkastur. Rekstrartekjur fyrirtækisins námu um 27 milljörðum króna og hreinn hagnaður eftir skatta rúmir 6 milljarðar. Fjárfestingar fyrirtækisins í skipum og í landi námu 5,4 milljörðum á árinu, eigið fé er 33,7 milljarðar og eiginfjárhlutfall 62%. Ákveðið var á aðalfundi félagsins í gær að greiða 15 milljónir US dollara í arð til eigenda eða sem nemur tæplega 2 milljörðum króna. Síldarvinnslan greiddi 0,9 milljarða í veiðigjöld á árinu 2015.
Það verður ekki annað sagt en að árið 2015 hafi verið Síldarvinnslunni í Neskaupsstað gjöfult líkt og mörg undanfarin ár hafa einnig verið og framtíð fyrirtækisins björt.

Allt hefur sinn tilgang

Einu sinni réðu skipstjórar því nánast einir hvað þeir fiskuðu, hvar og hve mikið. Þeir þóttu standa sig best sem færðu mest að landi eftir fæsta daga á sjó. Það er talsvert langt síðan þetta breyttist. Í dag eru það eigendur skipanna, útgerðarmennirnir, sem ráða meiru um það en skipstjórar hvað skal veiða og hve mikið þótt samstarf þeirra á milli sé það sem á endanum er lagt til grundvallar. Það er hið eðlilegasta mál enda hafa þessir aðilar sameiginlegt markmið að vinna að.

Stórhættuleg stefna hægriflokkanna

Fjármálaráðherra hefur skipað fjármálaráð sem á að meta hvort stjórnvöld fylgi eftir skilyrðum í stefnu stjórnvalda um heildarjöfnuð og skuldir. Skilyrðin eru þessi:
a) Á hverju 5 ára tímabili verði ríki og sveitarfélög að vera rekin í plús.
b) Halli má ekki vera meiri en 2,5% af landsframleiðslu.
c) Skuldir mega ekki vera hærri en 30% af landsframleiðslu.

Þvílík fegurð!

Einn góðan sólskinsdag fyrir nokkrum árum var ég mættur með stunguspaða, skóflu og hjólbörur í þeim tilgangi að drepa burknana hennar Þuríðar minnar. En ég hætti við. Guggnaði þegar á hólminn var komið og horfðist í „augu“ við fórnarlambið. Ég fæ enn martraðir yfir því sem hefði getað gerst þennan dag norður á Akureyri.
Til að gera stutta sögu styttri hef ég síðan bundist burknunum svo sterkum tilfinningalegum böndum að ég sakna þeirra þegar ég bregð mér frá og stend mig að því að skoða myndir af þeim í tölvunni á ferðalögum. Skemmtilegast finnst mér að fylgjast með hvernig þeir koma undan vetri og teygja sig mót sumrinu. Þessar myndir tók ég af blessuðum burknunum yfir sex daga frá 23. maí til 28. maí, sem sýnir vel dugnaðinn í þeim og hversu vel þeir taka á móti sumrinu. Ef vel er að gáð má jafnvel greina bros á sumum þeirra.
Þvílík fegurð!

 

Þrír formenn og bankastjóri sæta rannsókn

Fyrir þá sem enn efast um að pólitísk spilling á Íslandi sé bundin hægriflokkunum tveimur órjúfanlegum böndum má benda á eftirfarandi:
Nú þegar ákveðið hefur verið að rannsaka á aðkomu erlendra fjármálastofnana að einkavæðingu bankanna mun sú rannsókn m.a. snúast um embættisfærslur og störf þriggja fyrrverandi formanna þessara flokka auk þingmanna þeirra.

Engin undankomuleið lengur fyrir Alþingi

Þetta er stórmerkilegt mál sem á líklega eftir að hafa verulegar afleiðingar í för með sér. Þessi einkavæðing fór fram á tímabili þriðju ríkisstjórnar Davíðs Oddssonar, samstarfsstjórnar sjálfstæðis- og framsóknarflokks. Lykilfólkið í þessu braski voru, auk Davíðs, þau Halldór Ásgrímsson sem er látinn, Geir H Haarde fjármálaráðherra og Valgerður Sverrisdóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra. Nú lítur út fyrir að þetta fólk hafi leynt almenning nauðsynlegum upplýsingum um einkavæðingu Búnaðarbankans sem Umboðsmaður Alþingis hefur nú fengið í hendur.

Pages

Subscribe to Björn Valur Gíslason RSS