Dómgreind og innsæi yfirburðarmanns.

 "Nýr forseti tekur við góðu búi enda er hann að taka við keflinu af yfirburðamanni. Þótt Guðni Th. Jóhannes­son sé sinn eigin maður og muni setja sinn svip á embættið þarf ekki að velkjast í neinum vafa um að hann getur lært margt af Ólafi Ragnari Grímssyni. Ekki síst þegar kemur að því að treysta eigin dómgreind og innsæi  …”

Þannig skrifar hinn ágæti fréttamaður Þorbjörn Þórðarson í leiðara Fréttablaðsins í gær.

Auðvitað er það þannig að Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, getur margt lært af forverum sínum í starfi, þó það nú væri. Vonandi mun hann þó ekki ganga í smiðju Ólafs Ragnars Grímssonar eftir dómgreind og innsæi heldur treysta á sjálfan sig í þeim efnum. Enda held ég að það sé lítil hætta á því sem betur fer.

Trú Pírata á markaðinn

Píratar hafa þá stefnu í sjávarútvegsmálum að bjóða allar aflaheimildir upp á markaði. Í fréttum RÚV í gær sagði þingmaður þeirra að nota ætti tekjur af slíkum uppboðsmarkaði í mótvægisaðgerðir á þeim stöðum sem yrðu undir á markaðinum. Píratar virðast því gera sér grein fyrir því að ókostir markaðsleiðarinnar leiði til árlegrar óvissu, (a.m.k.) um atvinnuöryggi fólks í sjávarbyggðum landsins og enginn viti í raun hver verður næsta fórnarlamb markaðarins. Þeir ætla svo að draga úr mesta sársaukanum með markaðstekjunum, væntanlega með því að skapa nýja atvinnumöguleika fyrir fólk í stað þeirra sem hurfu í markaðinn.

Einfaldlega óboðlegt

Ólíkt fjölmiðlum hér á landi eru Panamaskjölin reglulega til umfjöllunar í erlendum fjölmiðlum. Á hverju ári hverfa að jafnvirði 6.400 milljarðar íslenskra króna frá löndum Afríku í skattaskjól víðs vegar um heiminn. Þetta er talið ein mesta hindrun í vegi eðlilegrar þróunar í álfunni. Fyrir peningana sem komnir eru í skattaskjól frá Kenýa væri hægt að draga úr barnadauða í landinu um helming, byggja yfir 100 góð sjúkrahús, meira en 1.000 heilsugæslustöðvar og ráða og þjálfa meira en 100.000 heilbrigðisstarfsfólk. Tortólurnar eru skaðræði. Þær valda hörmungum fyrir milljónir manna um allan heim og koma í veg fyrir að fólk geti lifað sómasamlegu lífi.

Veiðigjöld

“Eins og við erum með þetta Íslendingar þá er útgerðin rukkuð um veiðigjald sem að ég held að sé mun hentugri kostur til að rukka fyrir aðgang að auðlindinni heldur en uppboðsleið.”
Jens Garðar Helgason formaður SFS

Er ráðherrann að segja ósatt?

Mosfellsbær hefur gert samkomulag við hollenskt fyrirtæki um byggingu sjúkrahúss í bænum. Um verður að ræða sjúkrahús sem ætlað er að sinna auðugum viðskiptavinum, innlendum sem erlendum. Fyrirtækið segist hafa fengið blessun íslenskra heilbrigðisyfirvalda vegna áformana og að Ísland hafi skorað hæst í mati fyrirtækisins á löndum til slíks heilbrigðisrekstrar.
Heilbrigðisráðherra segist samt ekki kannast við neitt slíkt, hann hafi bara frétt af áformum Hollendinganna í fréttum RÚV eins og hver annar borgari þessa lands.

Fimm ár frá Útey

Í dag 22. júlí eru fimm ár síðan Norðmaðurinn Anders Behring Breivik drap 77 manns í Ósló og Útey í Noregi, þar af fjölmörg börn og unglinga. Norðmenn, eins og reyndar flestir aðrir Vesturlandabúar, voru felmtri slegnir yfir þessu ömurlega ódæði sem enn er óskiljanlegt með öllu.
Anders Breivik framdi hræðilegan glæp sem aðstandendur fórnarlamba hans sem og norska þjóðin öll munu líklega seint gleyma eða fyrirgefa. En viðbrögð Norðmanna  sem þjóðar við þessum óhugnaði voru til fyrirmyndar og einkenndust að mestu af yfirvegun og rökstuddum ákvörðunum. Í stað ofsafenginna viðbragða sem svo auðvelt og hefðbundið er að grípa til við slíkar aðstæður, stóðu þeir vörð um réttarríkið og létu ekki brjálæðing úr hópi landa sinna leiða sig út af brautinni.

Fjármálaráðherra hótar launafólki

Við úrlausn mála skal kjararáð gæta innbyrðis samræmis í starfskjörum þeim sem það ákveður og að þau séu á hverjum tíma í samræmi við laun í þjóðfélaginu hjá þeim sem sambærilegir geta talist með tilliti til starfa og ábyrgðar.
8.gr. laga um Kjararáð

Eitt af stóru málunum

Endurskipulag bankakerfisins eftir Hrun tókst betur en flestir þorðu að vona á sínum tíma og enn betur en opinber umræða hefur verið. Ein stærsta sameiginlega eign okkar í dag er eignarhlutir ríkisins í fjármálafyrirtækjum sem mun skila okkur mestum arði til framtíðar- ef vel er haldið á spilum.
Í dag á ríkið Landsbankann og Íslandsbankann að fullu og Arion banka reyndar einnig með óbeinum hætti í gegnum uppgjörið við kröfuhafa.
Næsta ríkisstjórn þarf að gera eftirfarandi:
1. Sameina Landsbanka og Íslandsbanka í einn banka
2. Selja ákveðinn hluta nýja bankans þó ekki meira en svo að ríkið fari ætíð með ráðandi hlut í honum
3. Aðskilja innlenda og erlenda starfsemi bankanna
4. Aðskilja fjárfestinga- og viðskiptastarfsemi fjármálakerfisins

Um þetta verður m.a. kosið í haust.

 

Öll grunnþjósta að hruni komin

Heilsugæsla og sjúkrahúsþjónusta á Vestfjörðum er í molum vegna aðgerða stjórnvalda og stefnu ríkisstjórnar hægriflokkanna rétt eins og önnur heilbrigðisþjónusta í landinu. Rekstur framhaldsskóla um allt land er í uppnámi af sömu sökum. Ríkisstjórnin hefur sömuleiðis þjarmað að háskólum sem sjá fram á enn erfiðari tíma.

Viðurkenning fyrir frábært starf

Oddeyrarskóli á Akureyri fékk á dögunum mikla viðurkenningu fyrir framsækið skólastarf á sviði upplýsingatækni. Viðurkenningin fólst í fyrsta lagi í peningastyrk  frá sjóðnum Forritarar framtíðar sem ætlaður er til starfsþjálfunar kennara skólans í forritun. Í öðru lagi fær skólinn afhentar 20 borðtölvur frá sjóðnum sem skiptir gríðarlegu máli fyrir skólann, sem líkt og margir aðrir skólar hefur ekki haft fjárhagslega burði til að endurnýja tölvubúnað sinn.

Pages

Subscribe to Björn Valur Gíslason RSS