Orð og athafnir Hönnu Birnu

 "Mér finnst ganga of hægt að breyta stjórnmálunum, mér finnst þau gamaldags, mér finnst þau staðin, mér finnst þau kalla á endalaus átök, mér finnst þau kalla á uppstillingar á svörtu og hvítu. Mér finnst þau ekki gefa mér tækifæri til að rækta það góða í mér.“
Hann Birna Kristjánsdóttir Vikulokin á RÚV 1.

Réttmæt sjónarmið hjá fjármálaráðherra um stöðu Eyglóar

Það eru fyllilega réttmæt sjónarmið sem Bjarni Benediktsson setur fram um stöðu ráðherra sem ekki styðja stefnumarkandi mál eigin ríkisstjórnar. Þeir eru einfaldlega ekki í liðinu. Samstarf tveggja flokka eða fleiri snýst um að ná fram sameiginlegum markmiðum sem lýst er í samstarfsyfirlýsingu þeirra við upphaf kjörtímabils. Sú yfirlýsing er málamiðlun þeirra á milli sem þingmenn viðkomandi flokka hafa sæst á og skuldbundið sig til að vinna eftir. Ríkisstjórnarsamstarf er teymisvinna, hópastarf fólks sem hefur það að markmiði að knýja fram stefnu ríkisstjórnar sem það hefur samþykkt að taka þátt í. Í slíku samstarfi þarf stundum að gera meira en gott þykir, t.d. að styðja einstök mál sem maður er ekkert endilega fyllilega sáttur við. Það er hluti af skuldbindingunni.

Örvænting Sigmundar Davíðs

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður framsóknarflokksins, reynir allt hvað hann getur til að hindra að boðað verði til flokksþings í haust og þar með að koma í veg fyrir formannskosningar. Í þeim tilgangi m.a. fundaði hann í gærkvöldi ásamt aðstoðarmanni sínum á lokuðum fundi með völdum hópi framsóknarmanna á Húsavík. Hann er að reyna að koma í veg fyrir að kjördæmisráð framsóknar í NA-kjördæmi fari fram á að flokksþing verði kallað saman og sömuleiðis að óska eftir stuðningi Húsvíkinga til að leiða lista framsóknarmanna í kjördæminu í haust. Það mun víst ekki vera auðsótt.
Takist honum það hins vegar er ljóst að það mun hafa afleiðingar í för með sér innan framsóknarflokksins sem ekki sér fyrir endann á.

Málið er ónýtt

Það er auðvitað mjög sérkennilegt þegar ráðherrar styðja ekki grundvallarmál eigin ríkisstjórnar. Í þessu tilfelli er það þó enn merkilegra að það nýtur ekki stuðnings meirihluta þingsins. Af 63 þingmönnum greiddu aðeins 29 þingmenn málinu atkvæði sitt. Það er um 46% stuðningur.
Þetta tvennt gerir það að verkum að ríkisfjármálaáætlun hægristjórnarinnar gildir aðeins fram að næstu kosningum og bindur ekki hendur nýs þings að neinu leyti.
Málið er ónýtt.

Aðlögun húsnæðismála að íslenskum veruleika

Aðgerðir stjórnvalda í húsnæðismálum fyrr og nú snúa fyrst og síðast að því að aðlaga þau að séríslenskum aðstæðum. Sá veruleiki er m.a. um háa vexti, óstöðugt efnahagslíf, höft og gjaldmiðil sem við ein þjóða í heiminum notumst við. Allar tillögur stjórnmálamanna og leiðir sem farnar hafa verið í húsnæðismálum miða að því að viðhalda þessum aðstæðum rétt eins og þær séu óumflýjanlegar. Þess vegna er verið að ræða um að breyta byggingarreglugerðum, draga úr gæðum húsnæðis, byggja gámahús, greiða háar upphæðir úr ríkissjóði til lánastofnana, mismuna fólki eftir aldri og efnahag o.s.frv. Allt gert til að viðhalda aðstæðunum en fátt til að breyta þeim til betri vegar.

Niðurlæging framsóknarflokksins er algjör

Við viljum …
„… afnema verðtryggingu á neytendalánum.“
„... endurskoða húsnæðiskerfið, auka fjölbreytni í búsetuformi og tryggja raunverulegt val í húsnæðismálum. Litið verði til norrænna fyrirmynda við endurskoðun húsnæðiskerfisins.“

Framsóknarflokkurinn 2013

„Í ályktunum flokksins um húsnæðismál hefur áherslan verið á að hver og einn búi við öryggi í samræmi við hóflegar þarfir hvers og eins og hafi raunverulegt val um búsetuform.  Þetta hefur alltaf verið markmiðið og reynsla síðustu ára hefur sýnt okkur að séreignastefna getur ekki uppfyllt þessi markmið.“
Eygló Harðardóttir 2013 

Hugur minn er hjá sjálfstæðisflokknum

Framsóknarflokkurinn er að klofna í beinni útsendingu. Það er uppreisn í flokknum gegn forsætisráðherra. Forystufólk framsóknarflokksins á þingi og í ríkisstjórn hefur í raun lýst yfir vantrausti á forsætisráðherra úr eigin röðum. Þau hóta að taka málin úr hans höndum með góðu eða illu ýmist með því að beita afli til að rjúfa þing strax eða falla frá boðuðum kosningum. Formaður flokksins virðist vera arkitektinn að byltingunni enda er orðræða uppreisnarfólksins hans. Hann hefur heldur ekki komið forsætisráðherra sínum til aðstoðar líkt og væri ef allt væri með eðlilegum hætti. Ríkisstjórnin er í raun fallin.

Íslendingar óheppnir með stjórnmálamenn

Forsætisráðherra segir að til standi að banna fólki að taka verðtryggð húsnæðislán til lengri tíma en 25 ára. Ráðherrann vill einnig haga málum þannig að fólk verði búið að greiða upp húsnæðislán sín áður en það kemst á lífeyrisaldur. Hann er að tala um að stytta tímann sem fólk hefur til að greiða af íbúðarhúsnæði sínu.
Forsætisráðherra og ríkisstjórnin hans treystir fólki ekki til að velja það lánaform sem því hentar best. Þau vilja herða greiðslubyrði almennings með hávaxtalánum til skamms tíma og gera ungu fólki svo til ómögulegt að kaupa eigið húsnæði.

Stjórn fiskveiða

Á síðasta kjörtímabili var starfandi fjölmennur starfshópur sem vann að endurskoðun laga um stjórn fiskveiða. Í þessum hópi áttu sæti aðilar tengdir sjávarútveginum frá ýmsum hliðum og stjórnmálamenn allra flokka sem sæti áttu á Alþingi. Starfshópurinn gekk undir heitinu „Sáttanefndin“ og var Guðbjartur Hannesson, þingmaður Samfylkingarinnar, formaður hans.
Niðurstaða hópsins var afgerandi:

Einkavæðing að hætti hússins

Lindarhvoll hf., félag í eigu ríkisins hefur samið við Landsbankann um “að veita ráðgjöf við sölu skráðra hlutabréfaeigna í umsýslu félagsins.” Um er að ræða eignir sem kröfuhafar í bankana létu ríkið fá fyrr á árinu. Alþingi samþykkti lög í mars sl. með einu mótatkvæði  sem heimila fjármálaráðherra að einkavæða þessar eignir. Um það skrifaði ég m.a. þennan pistil.

Pages

Subscribe to Björn Valur Gíslason RSS