Algjör og skilyrðislaus foringjadýrkun

Framsóknarflokkurinn virðist vera orðinn meira í ætt við sértrúarsöfnuð en stjórnmálaflokk.  Að minnsta kosti ef marka má fréttir af lokuðum miðstjórnarfundi flokksins sl. laugardag. Formaðurinn hélt þar klukkustundar langa ræðu um sjálfan sig og alþjóðlegt samsæri gegn sér og þar með flokknum enda þeir tveir eitt og sama fyrirbæri að hans mati. Aðrar fréttir hafa birst almenningi í formi pínlegra sjálfsmynda þingmanna með foringja sínum, myndum af söfnuðinum hylla foringjann og yfirlýsinga forsætisráðherra um að sjálfum muni honum aldrei, aldrei láta sér detta það í hug að bjóða sig fram gegn foringjanum. Það stappi næst helgispjöllum að láta sér detta slíkt í hug.
Aðeins einum þingmanni framsóknar virðist hafa blöskrað samkoman. Sá kemur að norðan og sýnist í augnablikinu vera sá eini úr þessum undarlega söfnuði sem hefur sloppið frá samkomu helgarinnar með þokkalegri pólitískri heilsu.
Trú hinna á foringja flokksins er óbiluð, algjör og skilyrðislaus.