Eitt af stóru málunum

Endurskipulag bankakerfisins eftir Hrun tókst betur en flestir þorðu að vona á sínum tíma og enn betur en opinber umræða hefur verið. Ein stærsta sameiginlega eign okkar í dag er eignarhlutir ríkisins í fjármálafyrirtækjum sem mun skila okkur mestum arði til framtíðar- ef vel er haldið á spilum.
Í dag á ríkið Landsbankann og Íslandsbankann að fullu og Arion banka reyndar einnig með óbeinum hætti í gegnum uppgjörið við kröfuhafa.
Næsta ríkisstjórn þarf að gera eftirfarandi:
1. Sameina Landsbanka og Íslandsbanka í einn banka
2. Selja ákveðinn hluta nýja bankans þó ekki meira en svo að ríkið fari ætíð með ráðandi hlut í honum
3. Aðskilja innlenda og erlenda starfsemi bankanna
4. Aðskilja fjárfestinga- og viðskiptastarfsemi fjármálakerfisins

Um þetta verður m.a. kosið í haust.