Öll grunnþjósta að hruni komin

Heilsugæsla og sjúkrahúsþjónusta á Vestfjörðum er í molum vegna aðgerða stjórnvalda og stefnu ríkisstjórnar hægriflokkanna rétt eins og önnur heilbrigðisþjónusta í landinu. Rekstur framhaldsskóla um allt land er í uppnámi af sömu sökum. Ríkisstjórnin hefur sömuleiðis þjarmað að háskólum sem sjá fram á enn erfiðari tíma.
Formaður sjálfstæðisflokksins segir kreppuna búna og forsætisráðherra segir árangur ríkisstjórnarinnar einstakan og þakkar formanni flokksins fyrir.
Forystumenn ríkisstjórnarinnar eiga enga samleið með almenningi í landinu. Þeir lifa í ímynduðum heimi eigin velgengni og skynja ekki að allur grunnrekstur samfélagsins er að hruni kominn vegna þeirra og af þeirra sökum. ​Þeir hafa á aðeins þrem árum unnið meira tjón á grunnþjónustunni í landinu en dæmi eru um áður. Ekki vegna þess að þeir voru neyddir til þess, heldur vegna þess að þeir vildu það.