Trú Pírata á markaðinn

Píratar hafa þá stefnu í sjávarútvegsmálum að bjóða allar aflaheimildir upp á markaði. Í fréttum RÚV í gær sagði þingmaður þeirra að nota ætti tekjur af slíkum uppboðsmarkaði í mótvægisaðgerðir á þeim stöðum sem yrðu undir á markaðinum. Píratar virðast því gera sér grein fyrir því að ókostir markaðsleiðarinnar leiði til árlegrar óvissu, (a.m.k.) um atvinnuöryggi fólks í sjávarbyggðum landsins og enginn viti í raun hver verður næsta fórnarlamb markaðarins. Þeir ætla svo að draga úr mesta sársaukanum með markaðstekjunum, væntanlega með því að skapa nýja atvinnumöguleika fyrir fólk í stað þeirra sem hurfu í markaðinn. Þannig mun markaðurinn á tiltölulega skömum tíma og með aðstoð Pírata skipta sjávarútvegstengdri atvinnustarfsemi út fyrir aðrar greinar víða um land með tilheyrandi afleiðingum.
Þannig er nú það.