Allt samkvæmt bókinni

Það er í lagi að nýta náttúrufyrirbæri eins og það sem varð til þarna (Bláa lónið) - og hefði auðvitað aldrei staðist umhverfismat miðað við nútímakröfur - að nýta það í viðskiptalegum tilgangi og taka fyrir það gjald.“
Bjarni Benediktsson, formaður sjálfstæðisflokksins.

Menn eða mýs?

Meisam Rafiei, íslenskum ríkisborgara og landsliðsmanni í Teakwondo, var vísað úr vél WOW í gær og meinað að ferðast til Bandaríkjanna á grundvelli þess að hann fæddist í Íran. Það er sem sagt að gerast á Íslandi að fólk er leitt út úr íslenskum flugvélum að kröfu erlends ríkis sökum þess hvaðan það er upprunnið.
Þetta er algjörlega óboðlegt og óhugnanlegt í alla staði.

Þarfnast frekari skýringa

Gengi krónunnar heldur áfram að styrkjast sem dregur úr tekjum sjávarútvegsins rétt eins og annarra útflutningsgreina. Breski markaðurinn, sem er mjög stór í sjávarútveginum, hefur gefið verulega eftir í kjölfar Brexit. Það er útlit fyrir mjög lélega loðnuvertíð. Ríkisstjórnin hefur ekki í hyggju að hækka veiðigjöld í sjávarútvegi.
Í viðtali á Bylgjunni í morgun sagði fjármálaráðherra að auðlindagjöld í sjávarútvegi muni tvöfaldast í ár miðað við síðasta ár, úr rúmum 4 milljörðum í 9 milljarða. Hann útskýrði hins vegar ekki hvernig það ætti að gerast.
Þetta þarfnast frekari útskýringa.

 

Hégóminn er harður húsbóndi

Stjórnarliðar stýra öllum nefndum þingsins. Það er óvenjulegt og ekki í anda laga um þingsköp Alþingis sem breytt var árið 2011 með það að markmiði að auka vægi minnihlutans á þingi hverju sinni.
Hégómi er meginástæðan fyrir því að ríkisstjórnarflokkarnir ákváðu að fara fram með þessum hætti. Stjórnarliðar, sérstaklega þó þingmenn sjálfstæðisflokks, eru hégómafullir og leggja mikið upp úr titlum og vegtyllum hvers konar. Þeim þykir gott að geta skreytt sig með nefndarformennsku. Sér í lagi þeim sem ekki fengu ráðherraembætti.

Segðu mér hverjir eru vinir þínir ...

Sigríður Andersen dómsmálaráðherra verður einn aðalræðumanna á ráðstefnu ACRE sem haldin verður í Brussel á miðvikudaginn í næstu viku.

Landlæg spilling

„The interplay of corruption and inequality also feeds populism. When traditional politicians fail to tackle corruption, people grow cynical. Increasingly, people are turning to populist leaders who promise to break the cycle of corruption and privilege. Yet this is likely to exacerbate – rather than resolve – the tensions that fed the populist surge in the first place.“
Transparency International

Æ sér gjöf til gjalda

„Nú sátum við þarna við endann, Guðni Th. og ég, rúmlega átta mánuðum eftir að ég spjallaði við hann og hvatti til forsetaframboðs með tilheyrandi plotti.“

Aðeins eitt markmið!

Eftir að hafa hlustað á formenn stjórnarflokkanna í kvöld liggur það fyrir að stjórnarandstaðan á Alþingi hefur aðeins einu verðugu hlutverki að gegna: Að koma ríkisstjórninni frá og boða til nýrra kosninga.
Allt annað verður að bíða.

Ríkir karlar úr Reykjavík

Samkvæmt niðurstöðu nýrrar skoðanakönnunar eru aðeins 25,3% kjósenda ánægð með ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar. Það eru talsvert færri en kusu sjálfstæðisflokkinn í lok október.
Könnunin sýnir að tryggustu fylgismenn ríkisstjórnarinnar eru ríkir karlar úr Reykjavík á meðan venjulegum Norðlendingum líst verst á fyrirbærið.
Það er skiljanlegt.

Mynd: Pressphotos.is

"Leiðréttingin" er þjóðarskömm

Þetta er hárrétt hjá ritstjóra Kjarnans – Leiðrétting er þjóðarskömm.

Pages

Subscribe to Björn Valur Gíslason RSS