Segðu mér hverjir eru vinir þínir ...

Sigríður Andersen dómsmálaráðherra verður einn aðalræðumanna á ráðstefnu ACRE sem haldin verður í Brussel á miðvikudaginn í næstu viku.
ACRE eru samtök evrópskra hægriflokka sem margir eru á ysta væng hægrisins. Meðal þeirra er Tyrkneski AK flokkurinn hans Erdoğan, núverandi forseta landsins. Sömuleiðis er þarna að finna pólska fyrirbærið Lög og reglu sem hefur ítrekað vegið að frjálsri fjölmiðlun og rétti kvenna til að ráða yfir eigin líkama. Marga fleiri flokka á svipuðu hægra-rófi má finna innan ACRE.
Sjálfstæðisflokkurinn er virkur í starfi samtakanna og er þátttöku hans í ríkisstjórn Íslands sérstaklega fagnað á heimasíðu samtakanna. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra situr í stjórn samtakanna.
​Segðu mér hverjir eru vinir þínir ...