Landlæg spilling

„The interplay of corruption and inequality also feeds populism. When traditional politicians fail to tackle corruption, people grow cynical. Increasingly, people are turning to populist leaders who promise to break the cycle of corruption and privilege. Yet this is likely to exacerbate – rather than resolve – the tensions that fed the populist surge in the first place.“
Transparency International

Ráðandi stjórnmálaöfl á Íslandi eru nátengd stærstu spillingarmálum sem komið hafa upp hér á landi hverju sinni. Það hefur þó ekki orðið til þess að grafa undan trú kjósenda á þeim flokkum nema tímabundið og að litlu leyti. Þannig jók spilltasti stjórnmálaflokkur landsins fylgi sitt í síðustu kosningum og stjórnmálamenn sem hafa orðið uppvísir að stórfelldri spillingu komust til aukinna metorða.
Spilling, klíkuskapur og vinavæðing er landlæg í íslenskum stjórnmálum. Spilling kostar samfélagið gríðarlega fjármuni á degi hverjum, hún kemur í veg fyrir eðlilega þróun, skapar jarðveg fyrir populisma og þjóðernishyggju, grefur undan lýðræðinu og elur á tortryggni og fjandskap í samfélaginu öllu.
Það verður að uppræta spillingu í stjórnmálunum.