Góður gangur

Það er mikill gangur í sjávarútveginum þessi misserin eins og víða má sjá merki um. Í gær kom nýtt skip í flota Síldarvinnslunnar á Neskaupsstað þegar Torbas, 68 metra langt og 14 metra breitt vel búið fjölveiðiskipi lagðist þar við bryggju. Skipinu er ætlað er að leysa hið fornfræga skip Börk NK af hólmi en það skip er fyrir löngu komið í hóp frægustu aflaskipa íslenska flotans. Síðast liðið vor réðst Samherji í eina stærstu fjárfestingu í sjávarútvegi um langan tíma þegar félagið keypti landvinnslu Brim hf á Akureyri auk aflaheimilda upp á 14,5 milljarða króna. Í slippnum á Akureyri má einnig sjá skip sem fyrirtækið er að taka í notkun eftir miklar endurbætur til viðbótar öllum hinum.

Björn síns tíma

Björn síns tíma.

„Í tíð minni sem blaðamaður sá ég aldrei neitt athugavert við að þiggja boð í kynnisferðir í öðrum löndum eða á fundi og ráðstefnur erlendis.“

Mikið má þjóðin vera fegin að svona náungar eru ekki lengur að spora út ganga stjórnarráðsins.

Smá auðmýkt sakar ekki

Lífeyrissjóðirnir töpuðu hátt í 500 milljörðum króna í Hruninu. Það má margt um það segja. Sumt af því var eflaust óumflýjanleg afleiðing Hrunsins. Annað er eflaust afleiðing vondra fjárfestinga. Eitthvað er eflaust vegna náinn tengsla milli stjórnenda lífeyrissjóða og aðila viðskiptalífsins sem stundum voru beggja vegna borðsins. M.ö.o. vegna spillingar.

Eitt er þó alveg víst. Það verða eigendur lífeyrissjóðanna, venjulegt launafólk í landinu sem munu þurfa að bera tapið.

Það er því nánast óbærilegt að þurfa að hlusta á hvern stjórnenda sjóðanna af öðrum og lýsa því yfir að þeir beri enga ábyrgð á ósköpunum. Sumir þeirra eru jafnvel farnir að tala um „svo kallað tap“ lífeyrissjóðanna.

Er það til of mikils mælst að þeir sem um ræðir sýni smá auðmýkt í vörn sinni í stað hroka og stærilætis?

Orð skulu standa!

Mér var hugsað til þess þegar ég og kona mín gengum inn í Þjóðleikhúskjallarann sl. fimmtudagskvöld að þangað hefðum við líklega ekki farið saman í ein þrjátíu ár eða svo. Kjallarinn var vinsæll staður á þeim tíma og yfirleitt löng biðröð um helgar sem við nenntum sjaldnast að eyða dýrmætum helgarkvöldum í.

En þangað vorum við nú komin í síðustu viku eftir öll þessi ár en í allt öðrum tilgangi en áður.

Ég var og er mikill aðdáandi þátta Karls Th. Birgissonar „Orð skulu standa“ sem voru lengi á dagskrá Ríkisútvarpsins en felldir niður af óskiljanlegum ástæðum (sagt vera í sparnaðarskyni) einhverntíman á árinu 2010 ef ég man rétt. Það var mikið óráð hjá RÚV að mínu mati. Þátturinn gekk síðan í endurnýjun lífdaga á sviði Borgarleikhússins og þótti takast vel. Nú er þátturinn eða réttara sagt sýningin hinsvegar komin í Þjóðleikhúskjallarann þangað sem við hjónin fórum í síðustu viku.

Pólitískur hryðjuverkamaður

Fáir stjórnmálamenn hafa unnið þjóð sinni jafn mikið tjón og Davíð Oddsson hefur gert. Hann er því réttnefndur pólitískur hryðjuverkamaður. Enginn stjórnmálamaður á því jafn mikið undir því og Davíð Oddsson að komast undan vitnaleiðslum fyrir landsdómi.

Það er ótrúlegt hvað margir eru viljugir að aðstoða hann við það.

Hversvegna ætli það sé?

Áfall fyrir lífeyrissjóðina

Í nýrri skýrslu um lífeyrissjóðina kemur fram að þeir töpuðu nærri 500 milljörðum króna á fjárfestingum sínum í Hruninu.

Af því töpuðust 77 milljarðar á viðskiptum Baug og tengdra aðila og 171 milljarðar töpuðust á Exista og tengdum aðilum. Samtals nam tap lífeyrissjóðanna á þessum tveim aðilum alls hátt í 2/3 af öllu tapi þeirra á hluta- og skuldabréfafjárfestingum á árunum 2008 - 2010.

Það er ekki eðlilegt og hlýtur að vekja upp grunsemdir og spurningar um hagsmuni stjórnenda og tengsl þeirra við þau fyrirtæki sem fjárfest var í.

Þeim spurningum þarf að svara sem fyrst.

Þeim grunsemdum þarf að eyða sem fyrst - eða staðfesta þær.

Annað er óviðunandi með öllu. 

Eigendur lífeyrissjóðanna eiga skýlausan rétt á að fá allar upplýsingar upp á borðið.

Þegar betur er að gáð ...

Formaður sjálfstæðisflokksins gerði í dag fullkomlega misheppnaða tilraun til þess að fara með rétt mál um þróun eldsneytisverð og hlut ríkissjóðs í þeim efnum. Formaðurinn hélt því fram að ríkið hefði aldrei tekið annað eins í sinn hlut af verði eldsneytis án þess þó að rökstyðja það með neinum hætti.

Þegar betur er að gáð er hefur ríkissjóður aldrei áður tekið jafn lítinn hluta af útsölu verði á bensíni og olíu til sín og einmitt í dag eins og sjá má á línuritinu hér að ofan.

Á þeim tímum fóru nærri tvær af hverjum þrem kónum af seldum bensínlítra færi í ríkissjóð og stundum meira. Í dag er það þannig að um 50% af útsöluverði á bensíni og 45% af verði díselolíu fer í ríkissjóð og hefur aldrei verið lægra. Stundum er betra að kynna sér málin áður en göslast er af stað með einhverja vitleysu.

Það ætti fyrrum stjórnarformaður N1 að vera búinn að læra.

Krydd í tilveruna

Vigdís dagsins (um stjórnarliða á Alþingi):

„Þeir koma hér alltaf fram eins og hvítskúraðir englar …“

Af hverju ...?

Af hverju vilja sjálfstæðismenn að Alþingi afgreiða málið eins fljótt og mögulegt er?

Af hverju óttast þeir ítarlega og opinbera umræðu um það í þingnefnd?

Af hverju liggur þeim svona á?

Af hverju eru þeir aldrei spurðir að því?

Ógeðslegt þjóðfélag ...

Styrmir Gunnarsson fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins spyr sjálfan sig að því í hvaða veröld forsætisráðherra landsins búi. Hann segist ekki sjá að það standi yfir einhverskonar barátta um Ísland og skilur ekkert í þeim sem halda slíku fram. Biður um dæmi.

Hvað með baráttu sjálfstæðismanna við afturköllun málsóknar á hendur fyrrverandi formanni flokksins?

Hvað með linnulausan áróður harðasta baklands sjálfstæðisflokksins, Samtaka atvinnulífsins, Viðskiptaráðs gegn ríkisstjórninni?

Hvað með brjálæðislegan málflutning hægriaflanna í landinu gegn breytingum á skattkerfinu í réttlætisátt?

Hvað með baráttuna um yfirráð yfir auðlindum landsins?

Hvað með gamla blaðið sem Styrmir reyndi að gera að blaði allra landsmanna en er nú aftur orðið að hreinu málgagni sjálfstæðisflokksins undir forystu fyrrum forystumanns Flokksins?

Það er af nógu af taka ef menn vilja fara út í það.

Pages

Subscribe to Björn Valur Gíslason RSS