Undrun og upplausn í Reykjavík

Ég þurfti að skjótast suður í morgun í smá erindagjörðum og sá þá mér til mikillar undrunar að himinháu skaflarnir sem sagt var frá í fjölmiðlum að hefðu verið í borginni í gær voru horfnir. Eftir situr falleg snjóahula yfir bænum sem gerir hann enn bjartari og jólalegri en áður sem er bara vel við hæfi.

Frétti það síðan hjá innfæddum og innmúruðum að það ríkti hálfgerð upplausn á Mogganum vegna greinaskrifa formanna stjórnarandstöðuflokkanna í áramótablaðið. Sagt er að þær hafi verið innkallaðar og nú sé verið að endurskrifa þær til samræmis við veruleikann. Þær munu víst hafa verið fullar af einhverri vitleysu um að ríkisstjórnin réði ekki við verkefni sín.

Sel það ekki dýrar en ég keypti það.