Hugur minn er hjá sjálfstæðisflokknum

Framsóknarflokkurinn er að klofna í beinni útsendingu. Það er uppreisn í flokknum gegn forsætisráðherra. Forystufólk framsóknarflokksins á þingi og í ríkisstjórn hefur í raun lýst yfir vantrausti á forsætisráðherra úr eigin röðum. Þau hóta að taka málin úr hans höndum með góðu eða illu ýmist með því að beita afli til að rjúfa þing strax eða falla frá boðuðum kosningum. Formaður flokksins virðist vera arkitektinn að byltingunni enda er orðræða uppreisnarfólksins hans. Hann hefur heldur ekki komið forsætisráðherra sínum til aðstoðar líkt og væri ef allt væri með eðlilegum hætti. Ríkisstjórnin er í raun fallin. Hver einasti dagur héðan í frá mun verða henni til enn meiri háðungar en þegar er orðið.
Hugur minn er hjá sjálfstæðisflokknum.

Mynd: Pressphoto.biz