Áfram RÚV!

Ríkisútvarpið (RÚV) hefur legið undir linnulausum árásum af hálfu hægriflokkanna allt kjörtímabilið. Ráðherrar hafa neitað að ræða við fréttamenn RÚV nema gegn skilyrðum. Þingmenn hafa haft í hótunum við stofnunina og grafið undan trúverðugleika hennar við öll tækifæri.
Allt hefur þetta haft þann tilgang að ná pólitískum tökum á fréttaflutningi í landinu líkt og gert er í löndum þar sem lýðræðinu er verulega ábótavant.
Það eru miklar kröfur gerðar til RÚV um fréttaflutning alls staðar að af landinu sem og að öll sjónarmið fái hljómgrunn. Að mínu mati hefur RÚV staðið sig vel í umfjöllun sinni um pólitísk deiluefni undanfarinna ára og engin ástæða til að ætla annað en að svo verði áfram.
Það er einnig ánægjulegt að starfsemi RÚV á landsbyggðinni er að vaxa að nýju. Ekki veitir af. Ég heimsótti höfuðstöðvar RÚV á Akureyri um helgina en starfsemin er nýflutt að Hólabraut 13, á horninu hjá JMJ húsinu, þar sem framsóknarflokkurinn hafði áður húsaskjól. Það voru góð býtti.
Áfram RÚV!