Djöfuls kjaftæði ...

Las þessa frétt á netinu í morgun: "Ísland er að vinna sig út úr þeim efnahagsvandamálum sem herjað hafa á landið frá hruninu haustið 2008."
Þvílíkt djöfuls kjaftæði!

Tiltölulega einfalt mál

Umræðan um vegaframkvæmdir tekur á sig einkennilegar myndir þessa daganna. Málið er samt tiltöluelga einfalt. Þjóðin á ekki peninga til framkvæmdanna og fær það ekki heldur að láni. Þökk sé hruninu og pólitískum afglöpum þeirra sem það framkölluðu. Ef ráðast á í framkvæmdir í vegamálum þarf að greiða þær með sérstakri gjaldheimtu, vegtollum. Annars verða þær ekki. Það er svo bara spurning hverjir eiga að ráða því hvort að vegaframkvæmdum verður yfir höfuð, Aðilarnir ógurlegu, FÍB eða Alþingi í umboði þjóðarinnar.
Ég myndi halda að þingið ætti að ráða þeirri för.

Það þurfti konu að vestan ...

Sjálfstæðisflokkurinn hefur sitt fjárhagslega bakland í sjávarútveginum. Það kom glöggt fram í atkvæðagreiðslum um „litla“ sjávarútvegs frumvarpið á Alþingi á laugardaginn að sjálfstæðismenn eru sínum trúir. Þeir vörðu óbreytt kerfi, lögðust gegn öllum lagfæringum og ítrekuðu hótanir sínar um að standa berjast af hörku gegn öllum breytingum á lögum um stjórn fiskveiða.

Móðursýki vegna Geirs H Haarde

Svo kallað stuðningsfólk Geirs H Haarde heldur fundi og safnar peningum honum til stuðning vegna málaferla sem hann á í. Reynt er að byggja um samúð gagnvart hinum ákærða á þeim grunni að Geir sé drengur góður sem sæti óréttlátum og fyrst og fremst pólitískum réttarhöldum og vonlítið sé að hann fái réttláta meðferð fyrir Landsdómi.
Hvað er fólk að fara? Hefur engum dottið í hug að Geir geti verið sekur um það sem hann er ákærður fyrir? Er Rannsóknarskýrslan gleymd?

Morgunblaðið - góðan daginn!

Það var fallegt veður á Akureyri í morgun. Reyndar ekki eins hlýtt og vonir höfðu staðið til en sólin skein þó gegn norðanáttinni og reyndi sitt til að rífa hitann upp úr þeirri einu gráðu sem hann var þarna í morguns árið. Það var bjart yfir farþegum á flugvellinum sem biðu fyrsta flugs suður og ekki að sjá að sjómannadagurinn hafði tekið mikinn toll af þeim þó því væri ekki að neita að finna mátti keim af vel heppnaðri helgi ef eftir því væri hnusað. Flugið var notalegt og ekki tók síðra við í Reykjavík þegar þangað var komið.

Lifað á fornri frægð

Í kvöld verður í sjónvarpinu sýnd heimildamynd um sjómannahljómsveitina Roðlaust og beinlaust. Í myndinni er farið yfir sögu sveitarinnar – só far – jafnt til sjós og lands auk þess sem gefin er ágætis innsýn í líf hljómsveitar meðlima í litlu sjávarþorpi við eina af nyrstu ströndum þessa lands.
Hljómsveitin Roðlaust og beinlaust er eins nálægt því að vera natural sjómannahljómsveit og hægt er að hugsa sér.

Sjómannadagurinn

Sjómannadagurinn verður haldin hátíðlegur um land allt um helgina. Reyndar er það orðið þannig að víða er öll helgina tekin undir hátíðarhöldin og þau orðin viðameiri en áður. Þó svo að sjómannadagurinn hafi ekki verið lögskyldaður frídagur sjómanna framan af og því ekki allir sjómenn heima þá var dagsins minnst með ýmsum þeim hætti sem enn er gert. Við strákarnir sem ólumst upp á bryggjunni í Ólafsfirði tókum þennan dag með sérstöku trompi, gengust jafnvel upp í því að vera spariklæddir fram undir hádegi, fórum í skrúðgöngu og þeir hörðustu jafnvel í sjómannadags messu.

Lýðskrum og loddaraskapur

Í umræðum á Alþingi um skýrslu fjármálaráðuneytisins um endurfjármögnun bankakerfisins voru haldnar margar skrýtnar ræður. Það er eins og það er.
Ræða Lilju Mósesdóttur vakti þó marga til umhugsunar um það lýðskrum sem oft á sér stað úr ræðustól þingsins. Lilja fann ríkisstjórninni <A href="http://Í umræðum á Alþingi um skýrslu fjármálaráðuneytisins um endurfjármögnun bankakerfisins voru haldnar margar skrýtnar ræður.

Nýr formaður fer með SÁÁ inn á nýjar brautir

Gunnar Smári Egilsson er nýr formaður SÁÁ, samtaka áhugafólks um áfengis- og vímuefnavandann. SÁÁ eru mikilvæg samtök sem hafa hjálpað mörg þúsund íslendingum að takast á við vímuefnafíkn og öðlast eðlilegt líf eftir að hafa orðið undir við fíknina. Þórarinn Tyrfingsson, forveri Gunnars Smára, var og er nokkurskonar táknmynd SÁÁ enda forystumaður þeirra í langan tíma og í hópi þeirra sem ruddu brautina á þessum vettvangi fyrir margt löngu. Þórarinn hefur fyrir það öðlast þá virðingu og viðurkenningu meðal þjóðarinnar sem hann á skilið.

Af hverju ekki opna fundi um bankaskýrsluna?

Umræðan um bankaskýrsluna frægu sem stjórnarandstaðan svaf af sér þegar hún var lögð fram á Alþingi hefur náð nýjum lægðum í morgunblaðinu í dag. Sú umfjöllun stenst ekki lágmarkskröfur um rökræður og því lítið meira um það að segja.
En nú fer vonandi að birta yfir málinu þar sem birtu er á annað borð von. Þrjár nefndir þingsins munu ræða málið í næstu viku auk þess sem málið verður á dagskrá þingsins eftir því sem mér skilst.
Nú segir í þingsköpum að halda megi sérstaka opna fundi sem sjónvarpað er frá og um þá fundi hefur þingið sétt sérstakar reglur.

Pages

Subscribe to Björn Valur Gíslason RSS