Tiltölulega einfalt mál

Umræðan um vegaframkvæmdir tekur á sig einkennilegar myndir þessa daganna. Málið er samt tiltöluelga einfalt. Þjóðin á ekki peninga til framkvæmdanna og fær það ekki heldur að láni. Þökk sé hruninu og pólitískum afglöpum þeirra sem það framkölluðu. Ef ráðast á í framkvæmdir í vegamálum þarf að greiða þær með sérstakri gjaldheimtu, vegtollum. Annars verða þær ekki. Það er svo bara spurning hverjir eiga að ráða því hvort að vegaframkvæmdum verður yfir höfuð, Aðilarnir ógurlegu, FÍB eða Alþingi í umboði þjóðarinnar.
Ég myndi halda að þingið ætti að ráða þeirri för.