ESB-umsókn

Mörður Árnason þingmaður Samfylkingarinnra skrifar pistil á bloggsíðu sinni um ESB-umsóknina. Hann er þeirrar skoðunar að Alþingi eigi sem fyrst að afgreiða þingályktunartillögu sem borin hefur verið upp að Ísland dragi umsókn sína til baka. Ég er sammála Merði Árnasyni í þessu máli. Umrædd þingsályktunartillaga virðist njóta einhvers stuðnings á þinginu enda borin upp af þingmönnum úr öllum stjórnmálaflokkum nema Samfylkingar.

Menntaskólinn á Tröllaskaga

Í dag var Menntaskólinn á Tröllaskaga í Ólafsfirði settur í fyrsta skipti. Tilurð skólans á sér langan aðdraganda sem bæði var lengri og torsóttari en flestir töldum að yrði og um tíma leit út fyrir að framhaldsskóli við utanverðan Eyjafjörð væri lítið annað en draumur sem ekki var ætlað að rætast. Því er heldur ekki að neita og rétt að halda því til haga að nokkurar tregðu hefur gætt við stofnun þessa skóla úr ýmsum áttum í gegnum árin, jafn innan skólasamfélagsins sem og á hinum pólitíska vettvangi.

Gömul færsla um umdeilt mál

Ég byrjaði að blogga – eins og það er kallað – árið 2002 og hef síðan skrifað ríflega tvö þúsund færslur um alla skapað hluti. Bæjarmálin í Ólafsfirði voru fyrirferðamikil eins og gefur að skilja enda stóð ég talsvert nálægt þeim málum. Fótbolti tók um tíma sitt pláss enda úrvalsefni sem kallar oft á skjót og skemmtileg viðbrögð. Mest hef ég samt skrifað um stjórnmál frá ýmsum sjónarhornum.

Samstarf Íslands og AGS

Til að byrja með er ágætt að hafa eftirfarandi á hreinu. Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn var kallaður til hingað til lands af ríkisstjórn Geirs H. Haarde haustið 2008 í kjölfar efnahagshrunsins. Vinstri græn voru andsnúin þeirri ráðstöfun og töldu m.a. að frekar ætti að leita aðstoðar til vinaþjóða okkar á Norðurlöndunum áður en AGS væri kallaður til. Samstarf við AGS var hafið þegar ríkisstjórn Vinstri grænna og Samfylkingar tók við stjórn landsins og unnið var að því að ná tökum á efnahagsmálunum í samstarfi við sjóðinn.

Aðeins meira um kirkjuna

Ég sé að færsla mín um kirkjuna hér að neðan hefur fengið talsverð viðbrögð. Til að byrja með er ágætt að hafa nokkra hluti á hreinu í þeirri umræðu frá minni hálfu.

Ég ber hlýjan hug til kirkjunnar fólks. Ég hef notið ágætrar þjónustu hjá kirkjunni á ýmsum sviðum. Börnin mín hafa verið skírð og fermd í kirkju og ég hef fylgt ættingjum og vinum til grafar og eitt barna minna var jarðsungið í kirkju. Ég er ekki tíður kirkjugestur en fer þó líklega oftar en margur mér „trúaðri“ á ýmsar athafnir á hennar vegum. Hef oftar en einu sinni haldið tónleika í kirkju og enn oftar hlýtt þar á góða tónlist.

Á hvaða leið er kirkjan?

Á Íslandi eru í gildi lög sem heita Barnaverndarlög. Í fyrstu málsgrein fyrstu greinar þeirra laga eru markmið þeirra skýrð með þessum orðum: „Börn eiga rétt á vernd og umönnun. Þau skulu njóta réttinda í samræmi við aldur sinn og þroska.“ Í annarri málsgrein segir að allir þeir sem hafa ummönnum barna með höndum skuli sína þeim virðingu og umhyggju og með öllu sé óheimilt að beita börn ofbeldi. Fjórði kafli laganna fjallar um tilkynningarskyldu og aðrar skyldur við barnaverndaryfirvöld.

Þorvaldur Gylfa Á Sprengisandi

Ég hlustaði á Þorvald Gylfason í þættinum Á sprengisandi á Bylgjunni í morgun fara yfir hinu ýmsu pólitísku mál með sínum hætti. Tvennt öðru fremur vakti athygli mína að heyra frá þessum annars væna og skemmtilega fræðimanni.

Í fyrsta lagi sagðist hann ekki sjá hvernig núverandi stjórnvöld ættu að geta komið saman fjárlögum í samræmi við samkomulag um endurreisn efnahagslífsins við AGS.

Hversvegna ætti Gylfi að segja af sér??

Umræða um álit lögfræðistofunnar Lex á lögmæti lána tryggðra í erlendri mynt er orðin ansi farskennd En hvað hefur verið sagt um máli sem kallar á svo dæmalaust vitlaus viðbrögð? Skoðum það aðeins.

Í minnisblaði Sigríðar Logadóttur yfirlögfræðings Seðlabanka Íslands dagsettu 18. maí 2009 segir hún eftirfarandi um málið: „Í lögfræðiáliti sem unnið var fyrir Seðlabankann er dregin sú ályktun að það hafi verið beinlínis tilgangur laga nr. 38/2001 að taka af skarið um það að verðtrygging á lánum í íslenskum krónum væri aðeins heimil ef grundvöllur verðtryggingarinnar er vísitala neysluverðs.

Gæði strandveiðiafla

Guðmundur Kristjánsson forstjóri Brims hf sagði í fréttum útvarpsins í dag að hluti af þeim strandveiðifiski sem fyrirtækið keypti til vinnslu sinnar hafi reynst ónýta vara þegar á erlendan markað var komið. Guðmundur spyr einnig hvort það sé vilji stjórnvalda að fara mörg ár aftur í tímann í gæðum og meðferð á fiski sem hann segir að fylgi strandveiðunum.

Afsökunarbeiðni? Já takk, en ekki frá Gylfa

Gylfi Magnússon var á sínum tíma fyrir verulegu aðkasti frá fyrri stjórnvöldum vegna gagnrýni sinnar á efnahagskerfið sem hann taldi vera á leiðinni í þrot. Við munum hvernig það fór. Svo langt gengu stjórnvöld fram gegn Gylfa að sérstökum efnahagsráðgjafa ríkisstjórnar Geirs H. Haarde var falið að setja ofan í við Gylfa sem þá var starfsmaður Háskóla Íslands og nánast reynt að beita hann þvingunum til að láta af gagnrýni sinni.

Pages

Subscribe to Björn Valur Gíslason RSS