Láku niður með öll sín helstu mál

Mikið var rætt um óvissu í sjávarútvegi á kjörtímabilinu 2009 – 2013 og var þá vísað til breytinga sem þáverandi stjórnvöld fóru í. Þannig talaði Bjarni Benediktsson, formaður sjálfstæðisflokksins, varla um sjávarútvegsmál öðruvísi en að vísa til meintrar óvissu og sama má segja um aðra sjálfstæðismenn. Atvinnurekendur og talsmenn sjávarútvegsins klifuðu stöðugt á óvissu, aðallega af pólitískum sökum. Bankarnir létu ekki sitt eftir liggja í óvissutalinu. Þannig nefnir Arion banki t.d. óvissu 23 sinnum í þessari stuttu skýrslu sinni.
Fyrir kosningarnar sl. haust boðuðu Björt framtíð og Viðreisn miklar breytingar í sjávarútvegi. Töluðu reyndar um algjöra kerfisbreytingu í sjávarútvegi. Báðir þessir flokkar eru nú komnir í ríkisstjórn. En nú talar enginn um óvissu. Formaður SFS segist vera ánægður með stjórnarsáttmálann og hann hefur ekki nokkrar áhyggjur af sjávarútvegsmálum þótt „kerfisbreytinga“-flokkarnir tveir séu komnir til valda.
Enda láku þeir niður með öll sín helstu mál.