Sannkölluð brunaútsala

Í dag samþykkti Alþingi lagafrumvarp sem heimilar fjármálaráðherra að selja/einkavæða allar eignir sem ríkið eignaðist vegna samkomulags við kröfuhafa um uppgjör gömlu bankanna. Samkvæmt lögunum er fjármálaráðherra heimilt að stofna félag með þriggja manna stjórn til að annast söluna. Um er að ræða mikið magn ólíkra eigna að andvirði á bilinu 60-70 milljarða króna. Þingmenn hafa ekki fengið upplýsingar um hvaða eignir er um að ræða eða hvert áætlað söluvirði hverrar eignar er. Þeir hafa því ekki haft tækifæri til að mynda sér skoðun á því hvort rétt sé að selja allar þessar eignir eða hvort ríkið ætti að nýta þær með öðrum hætti. Frá og með deginum í dag hefur Alþingi enga aðkomu að söluferli þessara eigna eða hvernig þeim verður ráðstafað að öðru leyti.

Skemmtileg en gagnslítil skoðanakönnun

Samkvæmt þessari skoðanakönnun treysti aðeins þriðjungur svarenda (794 svör) sér til að gefa upp hvaða ráðherra ríkisstjórnarinnar þeir treystu best. Svarhlutfallið við þessari spurningu er um það bil það sama og stuðningur við ríkisstjórnina  mælist á landsvísu, rétt um þriðjungur. Þriðjungur af 794 svarendum eru aðeins 262 einstaklingar.
Miðað við þetta hefur sá ráðherra sem mests trausts nýtur aðeins 105 einstaklinga á bak við sig og aðeins 2-3 hafa treyst sér til að nefna þann sem minnsta traustið hefur.
Þetta lítur þá svona út:

105 segjast treysta BB best allra – 157 eða 60% treysta öðrum betur

55 segjast treysta Ólöfu Nordal best – 207 eða 79% treysta öðrum betur

45 segjast treysta Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni best – 217 eða 83% treysta öðrum betur

Góð ákvörðun hjá ASÍ

Stærsti sigrar verkalýðshreyfingarinnar á Íslandi hafa falist í því að gera launafólki mögulegt að komast í mannsæmandi húsnæði. Það er því vel við hæfi að á 100 ára afmæli sínu tilkynni ASÍ um stofnun íbúðafélags sem hafi það að markmiði að bjóða tekjulágu fólki í Reykjavík upp á ódýrt leiguhúsnæði. Í framhaldinu er svo ekki annað að ætla en að sambærilegt átak verði víðar um land.

Sameinuð stéttarfélög geta miklu áorkað eins og sagan sýnir okkur.

Síminn er 569-1100

Már Guðmundsson, bankastjóri Seðlabanka Íslands, lýsti því í viðtali á Eyjunni sl. sunnudag að mistök og/eða handvömm við lagasetningu og staðfestingu á reglugerð um gjaldeyrishöft í nóvember 2008 hafi orðið til þess að stór mál af hálfu bankans hafi fallið um sjálf sig og ekki staðist fyrir dómi. Svo virðist vera sem bankastjóri Seðlabankans á þessum tíma hafi gefið undirmanni sínum rangar upplýsingar og fyrirskipanir sem hafa þessar afleiðingar nú í dag.
Hefur enginn fjölmiðill heyrt í bankastjóranum fyrrverandi og spurt hann út í málið?
Síminn er 569-1100.

Er þetta kannski fullreynt?

 Þeir sem halda að vísitölutryggð lán séu nýleg uppfinning ættu að skoða myndina hér til hliðar. Hún er af skuldabréfi sem tekið var til húsbyggingar árið 1958. Lánið var vísitölutryggt og bar til viðbótar 5,5% vexti.

Þeir sem halda að vaxtaokur á Íslandi sé nýtilkomið ættu að skoða þessa mynd. Hún er af skuldabréfi frá Lífeyrissjóði sjómanna frá árinu 1979. Bréfið sem er tryggt með veði í húsnæði og mátti gjaldfella ef lántaki hætti að greiða í sjóðinn bar 26% vexti

 

 

Það er eins og við lærum aldrei neitt

Íslenska ríkið á Landsbankann og Íslandsbanka með húð og hári. Það þykir ekki ólíklegt að sá þriðji, Arion banki, verði einnig kominn í hendur ríkisins innan skamms. Aldrei sem nú hefur skapast jafn gott færi á að endurskipuleggja starfsemi fjármálastofnana á Íslandi. Flestir stjórnmálaflokkar hafa ályktað í þá veru að einn af ríkisbönkunum verði það sem kallað er samfélagsbanki, rekinn í anda sparisjóðanna sem féllu í Hruninu og hafi að hluta til önnur markmið en hefðbundnir bankar. Um þetta má m.a.

Er pláss fyrir rasista í þingflokki sjálfstæðisflokksins?

Auðvitað er Ásmundur Friðriksson rasisti og hann á fullan rétt á því að vera sá rasisti sem hann er og virðist stoltur af líkt og fleiri. Enginn getur bannað honum það. Það er heldur ekki hægt að meina honum að tjá rasískar skoðanir sínar opinberlega í fjölmiðlum. Enn síður er hægt að banna honum að halda uppi rasískum áróðri úr ræðustól Alþingis þar sem hann talar í skjóli sjálfstæðisflokksins og í umboði kjósenda flokksins. Ekkert af þessu er hægt að koma í veg fyrir. Þannig virkar bara lýðræðið.

Fórnarlömb eigin ágætis

Það er nánast hægt að ganga að því gefnu að þeir stjórnmálamenn sem tala mest um að þeir sækist hvorki eftir völdum né áhrifum séu þeir sömu og langar mest allra í völd. Sömuleiðis er það nokkuð tryggt að þeir stjórnmálamenn sem stöðugt reyna að telja öðrum trú um að þeir séu alls ekki ómissandi eru þegar grannt er skoðað á öndverðri skoðun. Þessi tegund stjórnmálamanna lítur á sig sem einhvers konar fórnarlömb eigin ágætis. Þeir bjóða sig fram gegn eigin vilja til að þjóna fjöldanum sem getur ekki hugsað sér að þetta ágætis fólk fari til annarra starfa.
Við Íslendingar höfum eins og aðrar þjóðir átt marga svona stjórnmálamenn og eigum enn. Sem dæmi um það má nefna þrjú merkileg dæmi eins og meðfylgjandi tilvitnanir bera vitni um.

Enn verður Vigdís Hauksdóttir sér til skammar

Vigdís Hauksdóttir, þingmaður framsóknarflokksins, hefur sent fyrirspurn til níu ráðuneyta þar sem hún óskar m.a. eftir upplýsingum um fjölda eldri starfsmanna ráðuneytanna. Hún vill fá að vita hve margir starfsmenn þeirra eru á aldursbilinu 60–64 ára, 65–66 ára og 67–69 ára og einnig krefur hún ráðuneytin svara við því hve margir starfsmenn þeirra verði 70 ára á næsta ári.

Ljót framkoma eigenda og stjórnenda Rio Tinto

Erlendir eigendur Rio Tinto hafi farið fram af offorsi gegn starfsfólki sínu að undanförnu. Nú feta íslenskir stjórnendur fyrirtækisins í fótspor þeirra og virðast staðráðnir í að brjóta á bak aftur verkfall starfsfólks. Framganga þessa fólks er þeim til skammar. Ekki myndi ég gráta það þótt þetta ljóta fyrirtæki legði upp laupana og hypjaði sig burt af landinu eins og það virðist hvort sem er stefna á að gera.
Það er lítil eftirsjá í svona liði.

Pages

Subscribe to Björn Valur Gíslason RSS