Hefur Flugfélag Íslands enga sómakennd lengur?

Fyrir nokkrum árum spurðist ég fyrir um það hjá Flugfélagi Íslands hvers vegna farþegum væri boðið upp á morgunblaðið eitt blaða í vélum félagsins á degi hverjum. Það var fátt um marktæk svör. Sagt að plássleysi væri um að kenna og mogginn væri ódýrastur í dreifingu. Ég bar það undir þáverandi ritsjóra Fréttablaðsins sem gaf lítið fyrir svör Flugfélagsmanna og sagði þá ekki vilja sitt blað um borð í vélarnar sem þó væri ókeypis.
Enn er spurt sömu spurninga og til viðbótar: Hvernig stendur á því að Flugfélag Ísland býður farþegum sínum á hverjum degi upp á dagblað sem auk þess að vera hreint pólitískt flokksblað í harðri hagsmunabaráttu fyrir eigendur sína, hefur ítrekað gerst sekt um kyn þáttafordóma í skrifum og myndbirtingum?
Hefur Flugfélag Íslands enga sómakennd lengur?