Mogginn í boði Flugfélags Íslands

Ég flýg oftar með Flugfélagi Íslands en mig langar til, vinnu minnar vegna. Um borð í vélum félagsins er boðið upp hefðbundna þjónustu í styttri flugum, kaffi, te og vatn og svo tímaritið SKÝ til aflestrar. SKÝ er ágætis tímarit sem er mikið lesið enda oft fullt af ágætum fróðleik um menn og málefni. Svo er boðið upp á Morgunblaðið eitt dagblaða. Ekki Fréttablaðið, ekki DV og eða önnur blöð. Bara Morgunblaðið. Hvernig ætli standi á því?
Morgunblaðið er flokksblað sjálfstæðisflokksins, gefið út af baklandi flokksins, honum til stuðnings og ritstýrt af fyrrverandi formanni sjálfstæðisflokksins. Þetta er ekkert leyndarmál enda leynir blaðið ekki neinu og kemur hreint til dyranna í þeim efnum. Fyrir tveim árum fór var fjölda starfsmanna blaðsins sagt upp störfum og sem jaðraði við pólitískar hreinsanir að margra mati. Í kjölfarið var blaðinu svo skotið, með ráðningu nýja ritstjórans, sirka 30 ár aftur í tímann í pólitískri umfjöllun. Hvernig ætli standi þá á því að Flugfélag Íslands bjóði farþegum eingöngu upp á pólitískt flokksblað sjálfstæðisflokksins í vélum sínum? Ég kann enga skýringu á þessu en hef sent félaginu fyrirspurn um málið sem vonandi skýrir málið.