Hvað mótar afstöðu þingmanna til góðra mála?

Tvær atkvæðagreiðslur um fjárlög hafa vakið marga til umhugsunar. Önnur fór þeirra fór fram í desember í fyrra og var við atkvæðagreiðslu um fjárlög ársins. Hin síðari fór fram í gær vegna fjárlaga næsta árs.

Við afgreiðslu fjárlaga ársins í ár, lagði fjárlagnefnd fram sameiginlega tillögu um að veita 50 milljónum króna til að hefja bólusetningu á ungum stúlkum gegn leghálskrabbameini. Þetta mál var vel undirbúið, hafði verið rætt innan heilbrigðiskerfisins og tekið til umfjöllunar í nefndum þingsins. Þetta var og er gott mál.

Þegar kom hinsvegar til þess að greiða um það atkvæða á þinginu kom í ljós að fjórir þingmenn treystu sér ekki til að styðja málið. Einn veit ég að gerði það af prinsipp-ástæðu, þ.e. vegna andstöðu sinnar við bólusetningar almennt. Afstaða hinnar þriggja virðist hafa mótast af andstöðu þeirra við ríkisstjórnina og fjárlagafrumvarpið sem þá var til umræðu.

Við afgreiðslu fjárlaga í gær var svo lögð fram tillaga um að setja 25 milljónir í verkefnið Vitundarvakning (bls.4) sem sett er af stað til að berjast gegn ofbeldi gegn ungum börnum. Hér er um að ræða verkefni sem flest ef ekki öll lönd Evrópu er að ráðast í af þessu tilefni.

Þá bar svo við að heill stjórnmálaflokkur tók sig saman um að styðja ekki þetta góða mál án þess að gefa viðhlítandi skýringu á afstöðu sinni. Það er því ekki hægt að ætla annað en að afstaða flokksins byggist á andstöðu hans við ríkisstjórnina.

Ég ætla engum þingmanni annað en að styðja í hjarta sínu verkefni af þessu tagi.

En hvernig stendur á því að þingmenn, hvað þá heilu flokkarnir, geta ekki staðið saman að góðum málum eins og hér um ræðir? Bólusetning gegn leghálskrabbameini og gegn kynferðislegu ofbeldi á ungum börnum?

Hversvegna lát þeir pólitíska afstöðu sína og andúð á sitjandi ríkisstjórn ráð för sinni í þessum efnum?

Það skil ég ekki.