Svikin loforð fjármálafyrirtækja

Fyrir tæpu ári gerðu ríkisstjórnin, fjármálafyrirtæki og lífeyrissjóðir samkomulag um aðgerðir vegna skuldavanda heimilanna. Meðal þess sem þar var samið um var að taka upp nýja tegund vaxtaniðurgreiðslu sem kom til greiðslu sl. sumar auk þess að þeirri hækkun sem varð á vaxtabótum var við lýði á árunum 2009 og 2010 yrði viðhaldið. Alls var gert ráð fyrir því að nýja vaxtaniðurgreiðslan næmi 6 milljörðum króna og yrði fjármögnuð af fjármálafyrirtækjum og lífeyrissjóðum í landinu.

Í frumvarpi til fjáraukalaga sem nú liggur fyrir Alþingi kemur hinsvegar í ljós að þessir aðilar hafa ekki staðið við sitt í þessu sambandi. Af þessum 6 milljörðum hafa fjármálafyrirtækin aðeins greitt 2,1 milljarð upp í samkomulagið en lífeyrissjóðirnir hinsvegar ekki eina krónu. Það hefur því lent á ríkissjóði að greiða almenningi þessa 6 milljarða á meðan þeir sem ættu auðvitað að skila vöxtum aftur til baka til lántakenda, hafa ekki staðið við sitt að þessu leiti.

Það ætlar að reynast þrautin þyngri að fá þetta lið til að axla sínar byrðar af hruninu.