Morgunblaðið - góðan daginn!

Leiðarhöfundur Morgunblaðsins heldur því fram að ríkisstjórnin stundi pólitískar hreinsanir og beiti Ríksútvarpinu fyrri sig í þeim erindagjörðum.

Nú eru rétt rúm tvö ár síðan Davíð Oddsson tók við starfi ritstjóra Morgunblaðsins. Þangað fór hann eftir að hafa sett Seðlabanka þjóðarinnar á hausinn. Markmiðið með ráðningu hans var að færa Morgunblaðið aftur um 30-40 ár í fréttamennsku. Örfáum dögum eftir að Davíð tók við ritstjórastarfinu hófust einar mestu pólitísku hreinsanir og ofsóknir sem átt hafa sér stað á íslenskum fjölmiðlum. Um það hefur síðan lítið verið fjallað.

Þannig tókst fyrrum formanni sjálfstæðisflokksins, fyrrum forsætisráðherra Flokksins, fyrrum borgarstjóra Flokksins og fyrrum Seðlabankastjóra Flokksins ætlunarverk sitt:

Að gera Moggann aftur að hreinu og ómenguðu pólitísku málgagni sjálfstæðisflokksins.

Og komst upp með það!