Kapítalisminn og guð

Í gær fengum við þingmenn bók að gjöf. Bókin heitir „Peningar, græðgi og guð“ og ber undirtitillinn „Hvers vegna kapítalisminn er lausnin en ekki vandamálið.“

Inntak bókarinnar mun vera að kapítalisminn sé ekki af mennskum toga heldur guðlegur í allri sinni dýrðlegu mynd.

Mér var ósjálfrátt hugsað til gömlu biblíusagnanna, t.d. þessarar hér, „Er ekki ritað: Hús mitt á að vera bænahús fyrir allar þjóðir? En þið hafið gert það að ræningjabæli.“ Því hefur verið haldið fram að rekja megi upphaf fjármálaeftirlitisins all aftur til þessa atburðar, þó ekki hafi það alltaf fetað dyggðarinnar veg. Í það minnsta ekki á síðari árum.

Ég hef fundið bókinni „Peningar, græðgi og guð – Hvers vegna kapítalisminn er lausnin en ekki vandamálið“ verðugan stað á skrifstofu minni við Austurvöll.