Ég hef fullan skilning á kjarabaráttu lögreglumanna

Ég hef fulla samúð með kjarabaráttu lögreglumanna. Staða þeirra til að beita sér fyrir bættum kjörum er erfið. Þeir voru sviptir verkfallsrétti á sínum tíma en þann rétt hafa aðrar stéttir nýtt í sinni kjarabaráttu oftar en ekki með ágætum árangri. Sjálfur bjó ég við það stóran hluta starfsævinnar að vera sviptur verkfallsrétti af ríkjandi stjórnvöldum. Sjómenn eru líklega sú stétt manna sem hefur mátt þola það oftast allra að vera reknir til starfa í skjóli lagasetningar stjórnvalda (eitt dæmi af mörgum) án þess að fá að semja um sín kjör. Lausleg könnun um borð í einu skipi sem ég var á leiddi í ljós að meirihluti skipverja hafði aldrei fengið að greiða atkvæði um kjör sín. Ríkisvaldið hafði komið í veg fyrir það með lagasetningum. Sú staða getur auðvitað komið upp að grípa þurfi til lagasetninga í þessum tilgangi en það á vera fátíð undantekning í þeim tilgangi að verja almannahagsmuni frá sérhagsmunum.

Því hef ég fullan skilning á stöðu lögreglumanna í dag og skil vel þá reiði og vonbrigði sem þeir eru að upplifa vegna sinna mála.