Baráttan um Ísland

Nú fer fram á Alþingi umræða um frumvarp til laga um breytingar á stjórnarráði Íslands. Nái það frumvarp fram að ganga munu þau lög leysa af hólmi gömul lög þess efnis sem allir (flestir hið minnsta) hafa gengið sér til húðar og þarfnast endurnýjunar.

Það er athyglisvert að fylgjast með því hvernig hluti stjórnarandstöðunnar berst um af hæl og hnakka gegn boðuðum breytingum á stjórnarráðinu og reyna hvað þau get til að fella frumvarpið. Það er rétt að taka það fram að þingmenn Hreyfingarinnar, tveir þingmenn framsóknar og einn fyrverandi þingmaður flokksins eru annarar skoðunar en harðkjarninn undir stjórn Bjarna og Sigmundar Davíðs. Þeir tveir leiða hópinn sem berst gegn nútímavæðingu stjórnkerfisins.

Hversvegna ætli það sé? Það er vegna ótta. Stjórnarandstæðingar eru óttaslegnir. Þeir mega ekki til þess hugsa að hróflað sé við því kerfi sem þeir sjálfir skópu og vilja koma aftur að óbreyttu. Þeim verður illt í pólitíkinni sinni við það eitt að kefið þeirra sé að falli komið og þeir berjast með kjafti og klóm gegn öllum breytingum. Breytir þar engu um að sú stjórnsýsla var gegnum boruð af pólitískri spillingu og var að lokum dæmt ónýt af þjóðinni veturinn 2008-2008 og síðan endanlega urðuð á ruslahaugum úreltra hugmynda sjálfstæðisflokksins og framsóknar. Slagurinn stendur um gamla tímann sem hluti stjórnarandstöðunnar heldur dauðahaldi í og meirihluta þjóðarinnar sem vill segja endanlega skilið við fortíðina sem varð okkur að falli.

Baráttan um Ísland tekur á sig ýmsar myndir og misfagrar frá degi til dags. Hún stendur um það að halda fram veginn eða hrökkva til baka í það sem áður var.