Icesave er ekki lengur umsemjanlegt

Sigrún Davíðsdóttir fjallar um Icesave-ósómann í Speglinum í dag. Þar rekur hún megin ástæður deilanna á milli Íslands annarsvegar og Breta og Hollendinga hinsvegar. Í stórum dráttum snýst deilna um að ríkisstjórn Geirs H Haarde ákvað að tryggja allar innstæður í innlendum bönkum, ekkert hámark, heldur allar innstæður ásamt því að gera gjaldþrotalög afturvirk og innstæður þannig gerðar að forgangskröfum. Með öðrum orðum; ákveðið var að mismuna innstæðueigendum eftir búsetu þeirra annarsvegar og hinsvegar að mismunar kröfuhöfum. Allt hefur þetta verið sagt áður og ekkert nýtt við það. Sigrún bendir sömuleiðis á það í pistli sínum að ríkisstjórn Geirs H Haarde bauð Hollendingum að greiða þeirra hluta Icesave-krafnanna með skuldanbréfi með ríflega 7% vöxtum sem Bretar vildi einnig fá. Bretum og Hollendingum hafði því verið gefnar réttmætar væntingar að þeirra mati fyrir endurgreiðslu Iceave-innstæðnanna. Allt hefur þetta verið sagt áður.

Sigrún veltir síðan upp nokkrum möguleikum um framhald málsins. Líklegast er að hennar mati að Bretar og Hollendingar vilji leysa málið með samningum. Þeir muni þó bíða eftir dómsniðurstöðu sem hugsanlega liggur fyrir næsta vor. Líklegasta niðurstaða þess dóms að margra mati er sú að Íslendingar hafi brotið jafnræðisregluna og beri því að borga Icesave-kröfuna að fullu. Með þann dóm í höndunum muni Bretar og Hollendingar bjóða íslendingum upp á samninga sem þegar höfðu verið gerðir. Þetta er ekki ólíkleg kenning hjá Sigrúnu Davíðsdóttur.

Á henni er þó einn stór galli. Það er enginn til að semja við hér heima. Forseti Íslands svipi stjórnvöld (hver sem þau eru eða verða) umboði til að semja um málið. Það er engin viðsemjandi af Íslands hálfu.

Þjóðin hefur ákveðið að sættast á niðurstöðu EFTA-dómstólsins í Icesave-málinu - hver sem hún verður.