2007 keimur

Kjarninn í ræðu Katrínar Þorgerðar Gunnarsdóttur, fyrrverandi varaformanns og ráðherra sjálfstæðisflokksins í umræðum um erlenda fjárfestingu á Alþingi í dag var þessi:

  • Landið á að vera opið fyrir fjárfestingum
  • Það á ekki að skipta neinu máli hvaðan kaupendur koma
  • Tillögulega hindrunarlaus samskipti og viðskipta á milli þjóða leiða frekar til farsældar fyrir þjóðina en girðingar
  • Höfum vonda reynslu af girðingum og takmörkunum
  • Þýðir ekki að hugsa sem svo að þurfi að þjóðnýta ákveðnar eignir
  • Eigum að segja öllum að landið sé opið fyrir fjárfestingum

Þetta hljómar kunnuglega. Dálítill 2007 keimur reyndar, allt að því óbragð.